fbpx

Bakvið tjöldin… breytingar í VMS

Lífið MittVero Moda

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt eingöngu smá innsýn inní mitt líf og starf :)

Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur en Vero Moda Smáralind fékk smá anditsupplyftingu og ég eyddi gærdeginum ásamt fleiri snillingum í að fullkomna útlit hennar! Ég fæ mjög oft spurningar um hvað ég geri sem merchandiser inní Vero Moda og mig langaði að nýta tækifærið og segja ykkur aðeins betur frá því um leið og þið fáið að sjá smá það sem gerðist á bakvið tjöldin…

vms16

Hér er dagurinn rétt að byrja – þegar þessi mynd var tekin voru 10 tímar eftir… ;)

En Vero Moda Smáralind fékk mjög þarfa andlitsupplyftingu, veggirnir voru málaðir, það komu fleiri mátunarklefar, fylgihlutaveggir voru færðir til, glugginn lagaður, nýjar gínur, búið að bera á allan við inní búðinni, ný uppstilling á búðinni, öll ljós voru löguð og sjúklega flottir speglaveggir settir upp!

vms17

Það er dáldið gaman að tæma búðina alveg og geta bara byrjað frá grunni… Alla vega skemmtum við okkur mjög vel og ég hef sjaldan séð búðina jafn fallega!

Það sem við gerum er að við stillum upp innréttingum á tómu súlurnar sem þið sjáið þarna. Það koma að sjálfsögðu svona leiðbeiningar að utan með nokkrum reglum sem þarf að fara eftir útfrá uppstillingum en heildarlúkkið er í okkar höndum. Í raun er maður í smá fataleik, para saman flíkur sem passa vel saman, gefa þannig viðskiptavinum innblástur fyrir því hvað passar saman og kannski gefa þeim hugmyndir um hvernig er hægt að nota flíkur og para saman.

vms15

Sunna – my partner in crime!

vms8

Held þetta sé eitt uppáhalds hornið mitt í búðinni!! – Svo bjart og fallegt.

vms5 vms6 vms7

Ég elska þegar borðin eru svona fín – fullkomnir bunkar! Þarna fyrir ofan vantar svo stóran spegil og á honum stendur We love Iceland :)

vms14

Fallegar yfirhafnir…

vms18

Speglaveggurinn í bígerð. Þessi veggur er alveg nýr af nálinni og er ekki í neinni annarri Vero Moda verslun. Þetta er hugmynd sem kemur frá eiganda VM hér á Íslandi henni Mörtu og því ekkert smá gaman að fá að prófa þessa uppsetningu í Smáralindinni – þetta er sjúklega flott!

vms13 vms9 vms12

Sjáið hvað þetta kemur vel út!

vms11

Love it!

vms4 vms3

Ótrúlega clean og fallegt :)

vms vms2

Svo komu þessi fallegu ljós líka upp inní Basic horni – ég hefði persónulega ekkert á móti því að eignast þessi fyrir mitt heimili.

Ég mæli svo sannarlega með heimsókn en það eru fullt af æðislegum opnunartilboðum, kynningum og já svo er búðin sjálf algjört augnakonfekt og full af nýjum vörum! – tók þrjár með mér heim ;)

Erna Hrund

Að nota olíu sem primer

Skrifa Innlegg