PURPLE & GOLD MAKEUP LOOK

FÖRÐUN

Gleðilegan föstudag, það er mikið búið að gerast í þessari viku en ég er núna hætt að fljúga í bili og byrjuð í skólanum aftur. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu því þá fer allt af stað í snyrtivöruheiminum og haustlínurnar fara að detta inn, margt spennandi framundan.

Mig langaði að deila með ykkur förðun sem ég gerði á snapchat-inu hjá Fotia (fotiais) í dag en ég gerði fjólubláa og gyllta förðun. Ég er alls ekki nógu dugleg að nota liti en fjólublár á sérstalega að draga fram græn augu og fengu dökk grænu augun mín alveg að njóta sín við þessa förðun.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Pallettan sem ég notaði heitir Queen of Hearts frá Coloured Raine og er ein af mínum uppáhalds. Ég er búin að eiga hana í svolítin tíma núna og nota hana alltaf jafn mikið. Augnskuggarnir eru ótrúlega mjúkir, kremaðir og blandast mjög vel. Ég elska lita valið og það er endalaust hægt að leika sér með hana.

 

Þetta eru litirnir sem ég notaði í þessa förðun en þetta er auðvitað ein af mörgum förðunum sem hægt er að gera með henni.

 

Þið sjáið eflaust hérna hvað fjólublái liturinn dregur fram grænu augun mín

 

Þessi palletta er æðisleg og ég er einmitt að gefa eina í tilefni af því að ég á afmæli eftir viku! Ég ætla því að vera með nokkra gjafaleiki í þessari viku og mæli því með að fylgjast með mér á miðlunum mínum.

Þú getur tekið þátt í gjafaleiknum hér xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

BÓLUBANI

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNA

Ég ætla að segja ykkur frá vöru sem ég á alltaf til hjá mér en það er Mario Badescu Drying Lotion og er þetta einn besti bólubani sem ég hef kynnst. Ég er alltaf með þessa vöru í snyrtibuddunni minni og ferðasnyrtibuddunni minni, það er ekkert leiðinlegra en að fá bólu rétt fyrir helgi eða í fríinu. Þessi vara er ein mesta snilld sem ég hef kynnst og er ég búin að nota hana í meira en ár og gæti ekki án hennar verið.

 

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Þessi vara hefur unnið til marga verðlauna fyrir máttinn sem hún hefur við það að láta bólur hverfa. Það sem þessi vara gerir er að hún vinnur hratt á bólunni og dregur óhreinindi úr húðinni. Þessi vara inniheldur allskyns efni sem vinna hratt á óhreinindunum, til dæmis Salicylic Acid, Sulfur og Zinic Oxide.

Til þess að ná sem bestum árangri þá mæli ég með að setja þetta á sig eftir kvöldrútínuna og sofa með vöruna. Síðan virkar þetta best ef bólan er orðin hvít, þetta virkar ekki ef bólan og óhreinindin eru ekki komin upp á yfirborðið. Varan er tvískipt en fyrst er vökvi og svo á botninum er varan sem þú setur á bóluna. Það þarf ekki að hrista vöruna fyrir notkun en ef svo gerist þá er ekkert mál að láta hana standa í smá tíma, þar til hún verður tvískipt aftur.

HOW TO:

Það er mjög auðvelt að nota þessa vöru en eina sem þú gerir er að taka eyrnapinna eða eitthvað slíkt og nærð í vöruna á botninum, því næst setur vöruna á bóluna.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

LOVING TAN & BRÚNKUKREMS TIPS

BRÚNKUKREM

*Vörurnar fékk ég að gjöf/sýnishorn

Mér var boðið á smá viðburð í tilefni þess að Loving Tan sé komið til Íslands en Fotia var að taka inn þetta merki. Ég er búin að fylgjast með þessu merki í mörg ár og sá þetta fyrst hjá áströlsku YouTube stjörnunni, Lauren Curtis.

Þetta merki er frá Ástralíu og var stofnað árið 2011 af Joanna Hinton. Joanna vildi búa til vöru sem ætti að auðvelda hinum almenna neytanda að ná fram brúnku sem þú færð á snyrtistofum.

Loving Tan notar einungis náttúruleg efni og gefur húðinni góðan raka en eitt af aðaleg innhalds efnunum er Aloe Vera. Vörurnar frá Loving Tan innihalda hvorki paraben né alkahól.

Öll brúnkukremin frá merkinu eru með “olive” undirtón eða sem sagt grænan undirtón sem gerir það að verkum að brúnkan verður ekki appelsínugul heldur náttúruleg og falleg.

Það eru til nokkrar týpur af brúnkukremum frá Loving Tan en ég ætla segja ykkur frá brúnkukreminu sem ég prófaði en ég mæli með að skoða úrvalið.

DELUXE BRONSING MOUSSE

 

Þetta er brúnkufroða í litnum Ultra Dark en það er dekksti liturinn úr Deluxe línunni og er mælt með að þeir sem eru vanir að setja á sig brúnkukrem taki þennan lit. Ég er búin að vera bera á mig brúnkukrem núna í nokkur ár, þannig ég er orðin vel sjóuð í þessu.

Þetta brúnkukrem gefur frá sér fallegan lit og mjög auðvelt í notkun. Það er mælt með því að vera með brúnkukremið á sér í sex klukkutíma áður en farið er í sturtu en best ef það eru átta klukkutímar. Mér finnst best að setja á mig brúnkukrem um kvöldið og fara síðan að sofa. Þá er brúnkukremið ekki að trufla mig yfir allan daginn og get farið í sturtu um morgunin.

DELUXE SELF TANNING APPLICATOR MITT

Þetta er brúnkukrems hanski og er ótrúlega mjúkur. Hanskinn er einstaklega mjúkur, dreifir brúnkunni jafnt og þétt. Húðin veður ekki flekkót og hanskinn á að duga í allt að sex mánuði.

 

FYRIR & EFTIR

Ég var ótrúlega ánægð með útkomuna og mér finnst brúnkan mjög falleg á litin.

HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM

Það sem skiptir mestu máli er undirbúningurinn og að vera með gott brúnkukrem.

UNDIRBÚNINGUR – DAGINN FYRIR BRÚNKUKREM

  1. Skrúbba líkamann

  2. Raka líkamhár (persónubundið)

  3. Setja rakakrem/body lotion eftir sturtuna

Það er MJÖG mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúnkukrem og því mæli ég með að gera þetta daginn áður.

BRÚNKUKREMSDAGUR

Það sem þú þarft:

  1. Brúnkukrem

  2. Brúnkukrems hanska

  3. Förðunarbursta (val)

Undirbúningur:

  1. Sturta

  2. EKKI setja bodylotion, nema á það staði sem þú átt það til að verða mjög þurr. Til dæmis olboga, fingur, hné og svo framvegis.

Mér finnst best að byrja neðst á líkamanum og vinna mig upp. Sem sagt byrja á fótunum og svo framvegis.

Til þess að brúnkukremið verði sem jafnast þá er best að gera jafn margar froðusprautur á hvern líkamspart. Til dæmis tvær froðusprautur á hvern fót, mér finnst allavega best að gera það svoleiðis og þá held ég skipulaginu. Þá verð ég til dæmis ekki óvart of brún á hægri fætinum heldur verður brúnkan jöfn.

Síðan nota ég förðunarburstann fyrir andlitið og fingurnar.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

 

Árshátíð 365

Annað DressLífið MittVero Moda

Við hjónin skelltum okkur á árshátíð í vinnunni hjá kallinum núna um helgina. Það var alveg ótrúlega gaman að komast aðeins út þó það væri nú ekki lengi sem mamman var frá en yngri sonurinn er voða lítill í sér ennþá eftir pest sem hann fékk þó fyrir rúmri viku síðan.

IMG_3340

Með yndislegu vinafólki! Ég og mín besta erum svo heppnar að kallarnir okkar vinna saman svo við getum alltaf treyst á að fá góðan sætisfélaga á viðburðum sem þessum.

Ég skellti mér í nýja lace up kjólinn minn sem kom inní Vero Moda núna fyrir helgi, þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ég vissi ekkert í hverju ég ætti að fara. En þó kjóllinn væri plain þá virkaði hann samt svo vel útaf reimunum sem gefa honum smá stíl. Áferðin í efninu er með smá glans sem er mjög fallegur og gerir hann svona meira fínlegri en annars.

12741886_10156605458545074_1014639799771475326_n

Á vörunum var ég með nýjan uppáhalds Long Lasting varalit frá OFRA í litnum Mocha sem ég verð að segja ykkur betur frá síðar meir en ég fékk hann sem gjöf. Hann er alveg mattur svakalega flottur á litinn og endist allan daginn og allt kvöldið – svakalega ánægð með endinguna. Liturinn fæst HÉR inná fotia.is fyrir áhugasamar en hann fær sína eigin færslu síðar meir.

Bara eitt örsnöggt á fallegum mánudegi sem er upphafið að nýrri og mjög spennandi vinnuviku!

Erna Hrund

Bronslituð augu við sumarlegar varir!

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Föstudagslúkkið er dáldið glamúrousu í þetta sinn en það er einfaldlega vegna þess að ég var að fá svo tryllingslega flotta augnskuggapallettu sem ég gat bara ekki beðið með að prófa. Það er alltof langt síðan ég gerði svona ýkta kvöldförðun fyrir ykkur en ég vona að ykkur líki vel – burstunum mínum þykir alla vega voða gaman að rifja upp þessa takta!

Hér sjáið þið lúkkið…

brúnaugubjartarvarir6

… og að sjálfsögðu með lokuð augun…

brúnaugubjartarvarir7

Ég ákvað í staðin fyrir að para þessa dramatísku augnförðun saman við nude varir að setja frekar mjög bjartan og mattan varalit á varirnar til að gera förðunina enn líflegri. Stundum er gaman að gera það sem fólk býst síst við af manni eins og að leyfa vörunum og augunum að vera áerandi á sama tíma.

brúnaugubjartarvarir

Taupe Palette 35T frá Morphe Brushes – fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara á síðuna

Hér sjáið þið þessa gordjöss pallettu! Ég fékk smá OMG móment þegar ég sá hana og annað þegar ég prófaði að pota í þá til að prófa pigmentin – þau eru ekkert smá falleg og sterk. Pigmentin komi mér á óvart ég átti einhvern vegin ekki von á því að þau væru svona svakalega flott. Ég er samt búin að sjá núna nokkrar farðanir með þessum augnskuggum t.d. á bloggunum hjá Elínu Ernu, Birnu Magg og Helenu Reynis á Snappinu og það voru einmitt þær sem kveiktu á forvitni minni og ég sá að þetta voru augnskuggar sem ég þurfti að kíkja á og prófa. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum ég get sagt ykkur það – ég varð bara yfir mig hrifin!

brúnaugubjartarvarir2

Mig langaði aðeins að fara yfir það með ykkur hvernig ég gerði förðunina og reyna svona að útskýra fyrir ykkur skref fyrir skref og lýsa því fyrir ykkur hvaða augnskugga ég var að nota útfrá því hvar þeir eru í pallettuni.

Ég byrja á litnum sem þið sjáið fyrir miðri mynd hér fyrir ofan. Ég gerði bara einfalt smokey með þessum lit og ákvað að nota hann til að skerpar á umgjörð augnanna og á skyggingunni þegar ég var að fullkomna förðunina á lokaskrefum hennar. Liturinn er neðstur í pallettunni næst lengst til hægri. Þetta er flottur, dökkur, kaldur litur sem mér finnst hafa mikið notagildi.

brúnaugubjartarvarir9

Þið sjáið þarna efst hjá mér að ég er með smokey áferð undir sanseringunni til að gefa augunum dramatískara yfirbragð.

brúnaugubjartarvarir3

Svo greip ég næst í annan mattan skugga hann sjáið þið þarna líka neðarlega, hægra megin á myndinni en þetta er aðeins hlýrri litur sem ég setti yfir mitt augnlokið til að gefa hinum smá hlýju og gefa auganu enn meiri dramatík – ég get stundum kolfallið fyrir smá dramatík – talandi um það – eruð þið ekki örugglega að fylgjast með Bachelorette!

En næst þá ákvað ég að blanda saman tveimur sanseruðum tónum yfir miðju augnlokinu – þið sjáið þá liti þarna á myndinni fyrir ofan – hlið við hlið. Annar er dáldið bleikur og hinn meira útí brons. Mér finnst tónarnir blandast alveg svakalega vel saman og ég fýla útkomuna. Bleiktóna sanseraðai skugginn fór svo líka í innri augnkrókinn en ég gerði það því ég vildi ná að leyfa augnkrókunum að tóna við augun.

Dekkri matti augnskugginn fór svo meðfram neðri augnhárunum og aftur sanseraða tvennan yfir það.

brúnaugubjartarvarir5

Mér finnst áferðin á þessum augnskuggum alveg ótrúlega falleg og þeir komu mér svo skemmtilega á óvart. Ég held ég geto bara klárlega sagt að þessir augnskuggar frá Morphe Brushes fara beint inná minn topp 10 lista ;)

brúnaugubjartarvarir8

Svo greip ég bara í svartan eyelinertús til að setja meðfram efri augnhárunum og ég setti sama lit inní vatnslínuna. Ég geri það einhvern vegin alltaf miklu frekar heldur en að setja eyeliner meðfram augnhárunum mér finnst litur í vatnslínunni ramma augun svo fallega inn. Svo setti ég bara maskara ég ákvað að segja pass við augnhárin í þetta sinn.

En að vörunum..

lagirlmatte2

L.A. Girl Matte í litnum Obsess fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara inná síðuna

Annar svona fullkomlega mattur varalitur eða varagloss frá L.A. Girl – þessi litur er nú töluvert bjartari en sá sem ég sýndi ykkur fyrr í vikunni en sko alveg jafn flottur og grípandi!

brúnaugubjartarvarir4

Þetta er algjörlega fullkomið föstudagslúkk að mínu mati! Ég gef þessari augnskuggapallettu mín bestu meðmæli og ég mun klárlega grípa í hana næst þegar ég þarf að gera glamúr förðun  – mig langar líka smá að nota hana kannski í brúðarfarðanir í sumar, litirnir gætu alla vega virkað mjög vel!

p.s. ef þið væruð með mig á snappinu væruð þið löngu búnar að sjá þessa förðun – addið mér endilega ernahrundrfj ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #31

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup TipsNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniTrendVarir

Mattar varir hafa verið sérstaklega áberandi trend undanfarið og mér finnst það mjög skemmtilegt trend sem gerir varirnar enn meira áberandi. Ég elska varalitatrendið sem hefur fest sig í sessi síðustu ár hér á Íslandi og það er sérstaklega gaman að fylgjast með því hvað merki eru dugleg að koma með nýjar útgáfur af varalitum eins og þessir möttu litir sem minna kannski meira á gloss þegar þeir eru bornir á…

mattarvarir5

Ég fékk að prófa einn af nýju möttu varalitunum frá merkinu L.A. Girl, það þarf náttúrulega varla að segja það að ég heillaðist um leið af þessum sjúklega flotta dökka plómulit sem gerir varirnar svo áberandi að þær ættu svo sannarlega ekki að fara framhjá neinum!

Það getur auðvitað tekið smá tíma að móta varirnar og gera þær fullkomlega jafnar og áferðafallegar með svona dökkum litum. Sjálfri finnst mér best að byrja að grunna varirnar með smá hyljara, móta þær svo með varablýant og setja svo aftur hyljara í kringum varirnar bara til að tryggja það að mótunin sé alveg fullkomin og þá þarf ég bara að fylla inní línurnar með litnum sjálfum. Með svona dökka liti getur þurft smá þolinmæði til að jafna litinn svo hann sé alveg jafn þéttur alls staðar en þá skiptir máli að nota bara léttar strokur og með svona matta liti ekki vera að nuddast í svæðum þar sem liturinn er nú þegar orðinn eins og hann á að vera því þegar liturinn er farinn að þorna eða þegar hann er svona á milli þess að vera blautur og þur þá er hætta á að við strjúkum litnum fram og tilbaka og ruglum aðeins í áferðinni sem er nú þegar tilbúin hjá okkur.

lagirlmatte

Hér sjáið þið litinn sem ég er með en hann er Matte Lipgloss í litnum Black Currant frá L.A. Girl og hann fæst HÉR fyrir litlar 1490kr. Ég fékk að prófa þrjá liti – mér finnst þessi algjörlega trylltur en svo ætla ég að sýna ykkur þann sumarlegasta á morgun með dáldið kreisí augnförðun sem þið sem fylgist með mér á snappinu eruð nú þegar búnar að sjá – það borgar sig að vera með ernahrundrfj – lofa ;)

Eins og þið sjáið þá er varaliturinn bara meira eins og gloss og með svona svampi á til að bera litinn á. Ég byrja reyndar á því að nota varalitapensil – ég næ bara í litinn úr svampinum. Svo strýj ég svampinum létt yfir í lokin til að gera áferð litarins fullkomna.

mattarvarir

Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegur litur – hann er voðalega dramatískur og mikill svona Lorde fílingur í honum sem mér finnst bara töff. Nú þarf ég bara að setja upp hattinn sem ég sýndi ykkur í gær og taka svart hvítar myndir þá verð ég mega töffari sem er nú ágætlega eftirsóknarvert fyrir bráðum tveggja barna móður ;)

Ég get svo sannarlega mælt með þessari formúlu hún smitar ekkert útfrá sér og ég tók þó nokkur kyssu test á handabakið og tissjú með hann á vörunum og hann haggaðist ekki!

Njótið dagsins mín kæru* – endilega látið mig vita hvernig ykkur líst á þennan með því að gefa færslunni Like ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #28

Kæra dagbókNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniStíllVarir

Liturinn í færslu dagsins er í þetta sinn kannski ekki beint varalitur og hann er kannski ekki heldur beint varagloss – en hann er sjúklega flottur og liturinn æpti á mig og ég gat bara ekki annað en keypt hann. Liturinn er frá merkinu LA Girl sem er nýtt á fotia.is. Ég vissi lítið sem ekkert um merkið og er svona aðeins búin að hlera bara í kringum mig og lesa mér til á síðum sem hafa verið að fjalla um vörurnar. Ég sló til og pantaði mér tvær vörur hér um daginn – ég gat ekki heldur fundið neina góða afsökun fyrir því að gera það ekki því verðið var bara nánast of gott til að vera satt og eftir að hafa prófað litinn get ég með sanni sagt að hann er hverrar krónu virði.

lagirl2

Þetta er mögulega ekki litur sem maður myndi vera með dags daglega en liturinn er ekta ég. Ég kolfell alltaf fyrir öllu sem heitir fjólublátt og ég hef ekki prófað vöru í líkingu við þessa sem er með svona sterkum og flottum pigmentum.

lagirl5

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn sem heitir Glazed Lip Paint Super Intense Color – Extra Glossy Finish – þetta er lýsing sem á vel við og liturinn nær að sóma sér virkilega vel einn og sér. Næst mun ég þó grunna varirnar með glærum varablýant til að jafna áferð þeirra og þá verður eflaust líka enn auðveldara að ná pigmentunum alveg jöfnum.

Hér finnið þið litinn á heimasíðu fotia.is – GLAZED LIP PAINT Í LITNUM COY – liturinn er á frábæru verði 990kr. Mig langar strax að prófa fleiri liti og fyrir okkur fjólubláu fíklana þá eru fleiri svona tónar í boði.

lagirl6

Sannarlega merki sem er þess virði að skoða og prófa. Ég pantaði líka hyljara sem ég hlakka til að prófa – nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann sé nógu ljós fyrir vofuna sem ég er þessa dagana en planið er nú að gera eitthvað í því með hjálp sjálfbrúnkukrema.

Það eru margar spennandi vörur frá LA Girl og allar eiga þær það sameiginlegt að vera á budduvænu verði  – virkilega flott viðbót á íslenskan markað, ég get alla vega ekki kvartað;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Varalitadagbókin #23

FallegtKæra dagbókLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSýnikennslaVarir

Eruð þið ekki búnar að ná ykkur í sólkyssta húð eftir síðustu viku. Þvílík dásemd sem það hefur verið að fá smá D vítamín í líkamann það er einhvern vegin fátt betra en að fá það svona beint frá sólinni.

Ég er nú alveg búin að fá smá lit og ég tek honum fagnandi það er svo frískandi fyrir húðina að fá smá sólarkyssta áferð og ég tala nú ekki um hvað sólarkysstur húðlitur er flottur við svona rafmagnaðar bleikar varir eins og þið sjáið hér…

jellyvarircollage

 

Varalitur dagsins er ekki beint varalitur heldur varalitablýantur. Þessi fallegi litur heillaði mig uppúr skónnum og kom mér heldur betur á óvart.

Gelly Hi-Shine frá Barry M í litnum Electric fæst HÉR á 1890kr.

Ég prófaði þennan um daginn þegar ég tók eitthvað kast og æltaði mér að stúdera það hvernig best væri að gera svona stutt og einföld sýnikennslu video fyrir Instagram. Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög óþolinmóð og nenni sjaldan að horfa á löng sýnikennsluvideo – ég vil dáldið bara að fólk drífi sig að koma sér að kjarna málsins. Þess vegna elska ég sýnikennslumyndbönd á Instagram og innan skamms þá ætla ég að gefa mér tíma og læra þetta almennilega.

En varalitablýanturinn góði ber ekki útkomuna með sér eða það fannst mér ekki við fyrstu sýn. En svo þegar ég prófaði litinn á handabakinu sá ég fallega glansinn, þétta litinn og sterku pigmentin og ég kolféll fyrir honum. Helstir kosturinn við hann er þó sá að það er ekkert mál að renna honum yfir varirnar eins og þið sjáið hér…

Dáldið ópússað sýnikennslumyndband en þið sjáið alveg hvers megnugur blýanturinn er og rúmlega það.

Varalitur dagsins fæst í vefversluninni Fotia.is ásamt fullt af fleiri fallegum vörum frá merkinu Barry M – ég hvet ykkur til að prófa því þetta eru vörur sem koma skemmtileg á óvart og eru á góðu verði :)

EH

Varalitablýanturinn sem ég skrifa um hér fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Frá degi til kvölds með einum eyeliner

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Í framkvæmdunum sem standa yfir hefur gefist lítill sem enginn tími til að gera förðunarfærslur og hvað þá myndbönd… En þessu fer öllu senn að ljúka – vona ég. Ég fann þó örlítinn tíma eitt kvöldið á meðan Aðalsteinn eldaði og Tinni horfði á Elmi til að skella í smá förðunarmyndatöku.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig þið getið á einfaldan hátt breytt dagförðun í kvöldförðun með einum augnskuggablýanti!

dagurogkvold6

Ég efast ekki um að það komi fyrir ykkur það sama og kemur reglulega fyrir mig – að ég sé að drífa mig eitthvert beint eftir vinnu – eitthvert þar sem ég verð að vera aðeins fínni.

Á daginn mála ég mig lítið sem ekkert ég passa yfirleitt bara uppá að húðin sé falleg, með náttúrulega skyggingu og smá roða. Ég nenni ekki að ferðast um dags daglega með fullt af snyrtivörum. Svo hér er tips frá mér um hvernig þið getið breytt einfaldri dagförðun í kvöldförðun á stuttum tíma með augnskuggablýant að vopni!

dagurogkvold13

Hér sjáið þið mína týpísku dagförðun og fyrir neðan vörurnar sem ég notaði í þetta sinn…

dagurogkvold2

Estée Lauder Double Wear All-Day Glow BB krem og BB ljómapenna Sólarpúður úr Aquatic línunni frá MAC Dream Touch kinnalitur frá Maybelline í bleikum litatón Stór púðurbursti úr sumarlínu Lancome Augabrúnablýantur frá L’Oreal Baby Lips varasalvi í bleiku frá Maybelline Sumptuous Infinite maskari frá Estée Lauder.

dagurogkvold

Hér er svo sá augnskuggablýanturinn sem breytir öllu – með nokkrum strokum!

Waterproof Eyeshadow Pencil frá Barry M í litnum Gun Metal – fæst HÉR á aðeins 1890kr.

dagurogkvold7

Blýanturinn er mjög mjúkur og ég set breiða línu meðfram augnhárunum og dreifi úr henni með förðunarblöndunarbursta. Ég dreifi úr litnum yfir allt augnlokið og ég set smoky áferð á blýantinn. Áferðina sjáið þið greinilega hér en smoky er eins og reykur – liturinn er þéttastur innst og deyr svo smám saman út. Þegar ég er búin að gera skygginguna þá bæti ég smá af lit meðfram augnhárunum og smudge-a hann örlítið til svo ég sé með skarpari skyggingu í kringum augun án þess að setja eyeliner. Ég set yfirleitt aldrei neitt undir augun en þið gætuð auðvitað gert þá og gerið þá bara alveg það sama meðfram neðri augnhárunum.

dagurogkvold5

Ég verð þó að vara ykkur við því að þar sem þetta er vatnsheldur augnskuggablýantur þá verðið þið að hafa hraðar hendur því hann þornar alveg á svona 20-30 sekúndum. Gerið eitt auga í einu – klárið alveg annað augað áður en þið byrjið á hinu. Annars lendiði í því að þið getið ekkert gert. Auk þess þurfið þið að nota augnhreinsi fyrir vatsnheldar förðunarvörur til að ná honum af.

barrym

Á fota.is þar sem Barry M vörurnar fást eru til alls konar skemmtilegir litir sem þið getið skoðað hér – auk þess sjáið þið Dazzle Dust duftin sem væru æðisleg yfir þessa blýanta. Ég hlakka líka til að prófa að blanda tveimur blýöntum í ólíkum litum saman og sjá hvort ég geti náð að búa til fallega augnförðun með einfaldri skyggingu með þeim.

Úr dagförðun í kvöldförðun með einum augnskuggablýanti – það gerist ekki mikið einfaldara en svona!

EH

Sigríður Elfa færir okkur Barry M

Ég Mæli MeðMakeup ArtistneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýlega opnaði vefverslunin Fotia sem býður uppá vörur frá breska merkinu Barry M. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég heyrði af þessu þá hafði ég ekki hugmynd um hvaða merki væri þar á ferðinni. En ég verð að segja að ég varð alveg heilluð af metnaðinum í fólkinu á bakvið síðuna en það er hún Sigríður Elfa ásamt kærastanum sínum sem tóku sig til, opnuðu vefverslun og selja nú þessar skemmtilegu vörur.

1467350_10152131689846874_2005721952_n

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir hana Siggu til að fá að vita aðeins meira um það afhverju hún ákað að fara útí snyrtivörubransann og til að fá að vita meira um vörurnar.

Hvenær kynntist þú fyrst Barry M vörunum? 

Það var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var mikið úti í London þar sem pabbi minn og fjölskylda býr – snyrtivörur Barry M fást í flestum helstu tískuvöruverslunum þar eins og TopShop og rakst ég fyrst á þær þar.

IMG_7263

Afhverju heillaðist þú af merkinu og ákvaðst að byrja að selja það á Íslandi? 

Ég elska naglalökk og allt sem tengist naglaumhirðu og hef gert lengi. Í búðarrápi mínu í London var ég mikið að rekast á þessar vörur og hafði heyrt af gæðum naglalakkana frá þeim á mörgum beauty bloggum. Það hefur lengi verið draumur að hefja minn eigin innflutning og ákvað ég í byrjun mars að láta reyna á þetta ! Sem áhugakona um naglalökk og snyrtivörur fannst mér úrvalið hér á landi ekki nógu gott og vildi ég athuga hvort hægt væri að koma fleirum merkjum hingað í sölu. Ég hafði samband við Barry M og nokkrum vikum og örlitlu ferli seinna settum við vefverslunina www.fotia.is í loftið með fyrstu sendingunni okkar frá þeim.

IMG_7269

Hvaða vara er í uppáhaldi hjá þér?

Ég á erfitt með að velja bara eina! Ég held mikið upp á naglalökkin frá þeim þar sem þau eru ótrúlega vönduð og af öllum gerðum og litum en svo er ég líka rosalega hrifin af varalitunum. Þeir gefa svo ótrúlega sterkan lit og eru mjúkir og haldast vel á !

Hvaða vörur eru vinsælastar?

Í dag eru það naglalökkin, varalitirnir og dazzle dustin sem eru augnskuggar í duftformi.

IMG_7252

Eru einhverjar nýjungar væntanlegar?

Já ! Við erum ótrúlega spennt fyrir nýju sendingunni sem er væntanleg um miðjan júní en hún mun innihalda um 20 nýja liti af naglalökkum, 10 nýja varaliti og varapenna og 4 ný dazzle dust, ásamt því að nokkrar mismunandi gerðir og litir af eyelinerum og augnskuggapennum koma í sölu. Einnig munum við fá hyljara frá þeim sem hafa reynst afar vel – og auðvitað áfyllingar af þeim vörum sem urðu fljótt uppseldar :)

IMG_7270

Barry M er merki sem eins og Sigríður segir hér fyrir ofan er fáanlegt í TopShop merkið einkennist að mínu mati af mjög skemmtilegum vörum og naglalökkin eru til í ótrúlega mörgum litum og áferðum. Vara sem mér finnst líka mjög skemmtileg eru varalitablýantarnir sem eru svo þæginlegir í notkun og skemmtileg breyting frá hinum hefðbundnu varalitum.

Sigga sagði mér að Gelly lökkin væru ótrúlega vinsæl svo það lá strax fyrir að þau yrði ég að prófa. Það sem er sérstakt við Gelly lökkin er þykka áferðin sem minni helst á gelnaglalakkaáferð. Þegar lakkið þornar þá verður það kannski helst fyrst um sinn gúmmíkennt sem er svolítið skemmtilegt og glansinn sem kemur á neglurnar er rosalega fallegur.

IMG_7513

Hér er ég með Gelly lakk í litnum Papaya ég setti tvær umferðir og liturinn entist pörfekt í þá tvo daga sem ég var með lakkið en þá varð ég að fara að skipta ég skipti mjög ört um naglalökk:) HÉR getið þið keypt litinn.

IMG_7725

Svo heillaðist ég alveg af þessum pastel fjólubláa lit. Þessi er í basic lökkunum sem eru líka mjög fín. Flott litaþekja sem þarf þó að byggja upp með tveimur umferðum. Fyrst er liturinn mjög þunnur en um leið og ég setti umferð tvö var þekjan mun meiri. HÉR fáið þið litinn sem ég er með hér sem heitir Berry.

IMG_7745Svo er möst að poppa aðeins uppá svona heila liti með smá glimmeri. Glimmerlökkin eru vægast sagt mögnuð því hér sjáið þið eina umferð. Hér þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að plokka nánast glimmerið úr til þess að fá það á neglurnar. Glimmerið sem ég er með hér á baugfingri heitir Pink Silver Glitter og fæst HÉR.

Einnig valdi ég mér tvö Dazzle Dust til að prófa og eitt af því sem ég þarf að gera fyrst er að prófa að gera eyeliner eins og hún Heiðdís Lóa skrifaði um á síðunni sinni í gær – finnið færsluna HÉR – ótrúlega flott!

Þetta eru vörur sem komu mér skemmtilega á óvart og ég er ein af þeim sem fagnar því alltaf þegar það koma ný og spennandi  merki til landsins. Mér finnst líka mjög gaman að sjá allar þessar vefverslanir spretta upp og bjóða okkur sovna frábært úrval á snyrtivörum.

Kíkið á Barry M vörurnar ;)

EH