fbpx

Varalitadagbók #31

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup TipsNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniTrendVarir

Mattar varir hafa verið sérstaklega áberandi trend undanfarið og mér finnst það mjög skemmtilegt trend sem gerir varirnar enn meira áberandi. Ég elska varalitatrendið sem hefur fest sig í sessi síðustu ár hér á Íslandi og það er sérstaklega gaman að fylgjast með því hvað merki eru dugleg að koma með nýjar útgáfur af varalitum eins og þessir möttu litir sem minna kannski meira á gloss þegar þeir eru bornir á…

mattarvarir5

Ég fékk að prófa einn af nýju möttu varalitunum frá merkinu L.A. Girl, það þarf náttúrulega varla að segja það að ég heillaðist um leið af þessum sjúklega flotta dökka plómulit sem gerir varirnar svo áberandi að þær ættu svo sannarlega ekki að fara framhjá neinum!

Það getur auðvitað tekið smá tíma að móta varirnar og gera þær fullkomlega jafnar og áferðafallegar með svona dökkum litum. Sjálfri finnst mér best að byrja að grunna varirnar með smá hyljara, móta þær svo með varablýant og setja svo aftur hyljara í kringum varirnar bara til að tryggja það að mótunin sé alveg fullkomin og þá þarf ég bara að fylla inní línurnar með litnum sjálfum. Með svona dökka liti getur þurft smá þolinmæði til að jafna litinn svo hann sé alveg jafn þéttur alls staðar en þá skiptir máli að nota bara léttar strokur og með svona matta liti ekki vera að nuddast í svæðum þar sem liturinn er nú þegar orðinn eins og hann á að vera því þegar liturinn er farinn að þorna eða þegar hann er svona á milli þess að vera blautur og þur þá er hætta á að við strjúkum litnum fram og tilbaka og ruglum aðeins í áferðinni sem er nú þegar tilbúin hjá okkur.

lagirlmatte

Hér sjáið þið litinn sem ég er með en hann er Matte Lipgloss í litnum Black Currant frá L.A. Girl og hann fæst HÉR fyrir litlar 1490kr. Ég fékk að prófa þrjá liti – mér finnst þessi algjörlega trylltur en svo ætla ég að sýna ykkur þann sumarlegasta á morgun með dáldið kreisí augnförðun sem þið sem fylgist með mér á snappinu eruð nú þegar búnar að sjá – það borgar sig að vera með ernahrundrfj – lofa ;)

Eins og þið sjáið þá er varaliturinn bara meira eins og gloss og með svona svampi á til að bera litinn á. Ég byrja reyndar á því að nota varalitapensil – ég næ bara í litinn úr svampinum. Svo strýj ég svampinum létt yfir í lokin til að gera áferð litarins fullkomna.

mattarvarir

Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegur litur – hann er voðalega dramatískur og mikill svona Lorde fílingur í honum sem mér finnst bara töff. Nú þarf ég bara að setja upp hattinn sem ég sýndi ykkur í gær og taka svart hvítar myndir þá verð ég mega töffari sem er nú ágætlega eftirsóknarvert fyrir bráðum tveggja barna móður ;)

Ég get svo sannarlega mælt með þessari formúlu hún smitar ekkert útfrá sér og ég tók þó nokkur kyssu test á handabakið og tissjú með hann á vörunum og hann haggaðist ekki!

Njótið dagsins mín kæru* – endilega látið mig vita hvernig ykkur líst á þennan með því að gefa færslunni Like ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Camilla Pihl gersemar

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Magnea Arnar

    2. June 2015

    Ég hef einmitt borðað þriggja rétta máltíð með drykkjum og hann haggaðst ekki liturinn!!

  2. Eydís Ögn

    2. June 2015

    Sá þessa færslu fyrr í kvöld og ákvað að skoða síðuna, pantaði nokkra hluti á frábæru verði, splæsti í heimsendingu innan við sólarhring, þær voru komnar til mín klukkutíma síðar! Frábær þjónusta og ekkert smá skemmtilegar vörur, fékk mér meðal annars rauða Matte Lipgloss og hann er æði!

  3. Salka Margrét

    25. June 2015

    Vá ég elska þennan lit hvar keypiru hann hann er æði !