fbpx

Sigríður Elfa færir okkur Barry M

Ég Mæli MeðMakeup ArtistneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýlega opnaði vefverslunin Fotia sem býður uppá vörur frá breska merkinu Barry M. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég heyrði af þessu þá hafði ég ekki hugmynd um hvaða merki væri þar á ferðinni. En ég verð að segja að ég varð alveg heilluð af metnaðinum í fólkinu á bakvið síðuna en það er hún Sigríður Elfa ásamt kærastanum sínum sem tóku sig til, opnuðu vefverslun og selja nú þessar skemmtilegu vörur.

1467350_10152131689846874_2005721952_n

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir hana Siggu til að fá að vita aðeins meira um það afhverju hún ákað að fara útí snyrtivörubransann og til að fá að vita meira um vörurnar.

Hvenær kynntist þú fyrst Barry M vörunum? 

Það var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var mikið úti í London þar sem pabbi minn og fjölskylda býr – snyrtivörur Barry M fást í flestum helstu tískuvöruverslunum þar eins og TopShop og rakst ég fyrst á þær þar.

IMG_7263

Afhverju heillaðist þú af merkinu og ákvaðst að byrja að selja það á Íslandi? 

Ég elska naglalökk og allt sem tengist naglaumhirðu og hef gert lengi. Í búðarrápi mínu í London var ég mikið að rekast á þessar vörur og hafði heyrt af gæðum naglalakkana frá þeim á mörgum beauty bloggum. Það hefur lengi verið draumur að hefja minn eigin innflutning og ákvað ég í byrjun mars að láta reyna á þetta ! Sem áhugakona um naglalökk og snyrtivörur fannst mér úrvalið hér á landi ekki nógu gott og vildi ég athuga hvort hægt væri að koma fleirum merkjum hingað í sölu. Ég hafði samband við Barry M og nokkrum vikum og örlitlu ferli seinna settum við vefverslunina www.fotia.is í loftið með fyrstu sendingunni okkar frá þeim.

IMG_7269

Hvaða vara er í uppáhaldi hjá þér?

Ég á erfitt með að velja bara eina! Ég held mikið upp á naglalökkin frá þeim þar sem þau eru ótrúlega vönduð og af öllum gerðum og litum en svo er ég líka rosalega hrifin af varalitunum. Þeir gefa svo ótrúlega sterkan lit og eru mjúkir og haldast vel á !

Hvaða vörur eru vinsælastar?

Í dag eru það naglalökkin, varalitirnir og dazzle dustin sem eru augnskuggar í duftformi.

IMG_7252

Eru einhverjar nýjungar væntanlegar?

Já ! Við erum ótrúlega spennt fyrir nýju sendingunni sem er væntanleg um miðjan júní en hún mun innihalda um 20 nýja liti af naglalökkum, 10 nýja varaliti og varapenna og 4 ný dazzle dust, ásamt því að nokkrar mismunandi gerðir og litir af eyelinerum og augnskuggapennum koma í sölu. Einnig munum við fá hyljara frá þeim sem hafa reynst afar vel – og auðvitað áfyllingar af þeim vörum sem urðu fljótt uppseldar :)

IMG_7270

Barry M er merki sem eins og Sigríður segir hér fyrir ofan er fáanlegt í TopShop merkið einkennist að mínu mati af mjög skemmtilegum vörum og naglalökkin eru til í ótrúlega mörgum litum og áferðum. Vara sem mér finnst líka mjög skemmtileg eru varalitablýantarnir sem eru svo þæginlegir í notkun og skemmtileg breyting frá hinum hefðbundnu varalitum.

Sigga sagði mér að Gelly lökkin væru ótrúlega vinsæl svo það lá strax fyrir að þau yrði ég að prófa. Það sem er sérstakt við Gelly lökkin er þykka áferðin sem minni helst á gelnaglalakkaáferð. Þegar lakkið þornar þá verður það kannski helst fyrst um sinn gúmmíkennt sem er svolítið skemmtilegt og glansinn sem kemur á neglurnar er rosalega fallegur.

IMG_7513

Hér er ég með Gelly lakk í litnum Papaya ég setti tvær umferðir og liturinn entist pörfekt í þá tvo daga sem ég var með lakkið en þá varð ég að fara að skipta ég skipti mjög ört um naglalökk:) HÉR getið þið keypt litinn.

IMG_7725

Svo heillaðist ég alveg af þessum pastel fjólubláa lit. Þessi er í basic lökkunum sem eru líka mjög fín. Flott litaþekja sem þarf þó að byggja upp með tveimur umferðum. Fyrst er liturinn mjög þunnur en um leið og ég setti umferð tvö var þekjan mun meiri. HÉR fáið þið litinn sem ég er með hér sem heitir Berry.

IMG_7745Svo er möst að poppa aðeins uppá svona heila liti með smá glimmeri. Glimmerlökkin eru vægast sagt mögnuð því hér sjáið þið eina umferð. Hér þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að plokka nánast glimmerið úr til þess að fá það á neglurnar. Glimmerið sem ég er með hér á baugfingri heitir Pink Silver Glitter og fæst HÉR.

Einnig valdi ég mér tvö Dazzle Dust til að prófa og eitt af því sem ég þarf að gera fyrst er að prófa að gera eyeliner eins og hún Heiðdís Lóa skrifaði um á síðunni sinni í gær – finnið færsluna HÉR – ótrúlega flott!

Þetta eru vörur sem komu mér skemmtilega á óvart og ég er ein af þeim sem fagnar því alltaf þegar það koma ný og spennandi  merki til landsins. Mér finnst líka mjög gaman að sjá allar þessar vefverslanir spretta upp og bjóða okkur sovna frábært úrval á snyrtivörum.

Kíkið á Barry M vörurnar ;)

EH

Sýnikennsla: Þéttari augabrúnir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Bára

  28. May 2014

  Svoooo sammála þér ! Þessi lökk eru æði hjá þeim – ég hef prófað bæði úr möttu línunni og gelly línunni og varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum.

  Gaman að sjá þegar fólk lætur draumana rætast og framkvæmir :)

 2. Aníta

  28. May 2014

  Nei vá hvað ég er skotin í þessum varalit! Veistu hvað þessi litur heitir?
  Sá einmitt færsluna frá Heiðdísi Lóu í gær og pantaði mér strax dazzle dust til að gera þetta sjúka eyeliner look :)