fbpx

Varalitadagbók #28

Kæra dagbókNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniStíllVarir

Liturinn í færslu dagsins er í þetta sinn kannski ekki beint varalitur og hann er kannski ekki heldur beint varagloss – en hann er sjúklega flottur og liturinn æpti á mig og ég gat bara ekki annað en keypt hann. Liturinn er frá merkinu LA Girl sem er nýtt á fotia.is. Ég vissi lítið sem ekkert um merkið og er svona aðeins búin að hlera bara í kringum mig og lesa mér til á síðum sem hafa verið að fjalla um vörurnar. Ég sló til og pantaði mér tvær vörur hér um daginn – ég gat ekki heldur fundið neina góða afsökun fyrir því að gera það ekki því verðið var bara nánast of gott til að vera satt og eftir að hafa prófað litinn get ég með sanni sagt að hann er hverrar krónu virði.

lagirl2

Þetta er mögulega ekki litur sem maður myndi vera með dags daglega en liturinn er ekta ég. Ég kolfell alltaf fyrir öllu sem heitir fjólublátt og ég hef ekki prófað vöru í líkingu við þessa sem er með svona sterkum og flottum pigmentum.

lagirl5

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn sem heitir Glazed Lip Paint Super Intense Color – Extra Glossy Finish – þetta er lýsing sem á vel við og liturinn nær að sóma sér virkilega vel einn og sér. Næst mun ég þó grunna varirnar með glærum varablýant til að jafna áferð þeirra og þá verður eflaust líka enn auðveldara að ná pigmentunum alveg jöfnum.

Hér finnið þið litinn á heimasíðu fotia.is – GLAZED LIP PAINT Í LITNUM COY – liturinn er á frábæru verði 990kr. Mig langar strax að prófa fleiri liti og fyrir okkur fjólubláu fíklana þá eru fleiri svona tónar í boði.

lagirl6

Sannarlega merki sem er þess virði að skoða og prófa. Ég pantaði líka hyljara sem ég hlakka til að prófa – nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann sé nógu ljós fyrir vofuna sem ég er þessa dagana en planið er nú að gera eitthvað í því með hjálp sjálfbrúnkukrema.

Það eru margar spennandi vörur frá LA Girl og allar eiga þær það sameiginlegt að vera á budduvænu verði  – virkilega flott viðbót á íslenskan markað, ég get alla vega ekki kvartað;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Fokk ofbeldi!

Skrifa Innlegg