fbpx

BÓLUBANI

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNA
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég ætla að segja ykkur frá vöru sem ég á alltaf til hjá mér en það er Mario Badescu Drying Lotion og er þetta einn besti bólubani sem ég hef kynnst. Ég er alltaf með þessa vöru í snyrtibuddunni minni og ferðasnyrtibuddunni minni, það er ekkert leiðinlegra en að fá bólu rétt fyrir helgi eða í fríinu. Þessi vara er ein mesta snilld sem ég hef kynnst og er ég búin að nota hana í meira en ár og gæti ekki án hennar verið.

 

Þessi vara hefur unnið til marga verðlauna fyrir máttinn sem hún hefur við það að láta bólur hverfa. Það sem þessi vara gerir er að hún vinnur hratt á bólunni og dregur óhreinindi úr húðinni. Þessi vara inniheldur allskyns efni sem vinna hratt á óhreinindunum, til dæmis Salicylic Acid, Sulfur og Zinic Oxide.

Til þess að ná sem bestum árangri þá mæli ég með að setja þetta á sig eftir kvöldrútínuna og sofa með vöruna. Síðan virkar þetta best ef bólan er orðin hvít, þetta virkar ekki ef bólan og óhreinindin eru ekki komin upp á yfirborðið. Varan er tvískipt en fyrst er vökvi og svo á botninum er varan sem þú setur á bóluna. Það þarf ekki að hrista vöruna fyrir notkun en ef svo gerist þá er ekkert mál að láta hana standa í smá tíma, þar til hún verður tvískipt aftur.

HOW TO:

Það er mjög auðvelt að nota þessa vöru en eina sem þú gerir er að taka eyrnapinna eða eitthvað slíkt og nærð í vöruna á botninum, því næst setur vöruna á bóluna.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

BACK TO SCHOOL MAKEUP

Skrifa Innlegg