fbpx

Varalitadagbókin #23

FallegtKæra dagbókLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSýnikennslaVarir

Eruð þið ekki búnar að ná ykkur í sólkyssta húð eftir síðustu viku. Þvílík dásemd sem það hefur verið að fá smá D vítamín í líkamann það er einhvern vegin fátt betra en að fá það svona beint frá sólinni.

Ég er nú alveg búin að fá smá lit og ég tek honum fagnandi það er svo frískandi fyrir húðina að fá smá sólarkyssta áferð og ég tala nú ekki um hvað sólarkysstur húðlitur er flottur við svona rafmagnaðar bleikar varir eins og þið sjáið hér…

jellyvarircollage

 

Varalitur dagsins er ekki beint varalitur heldur varalitablýantur. Þessi fallegi litur heillaði mig uppúr skónnum og kom mér heldur betur á óvart.

Gelly Hi-Shine frá Barry M í litnum Electric fæst HÉR á 1890kr.

Ég prófaði þennan um daginn þegar ég tók eitthvað kast og æltaði mér að stúdera það hvernig best væri að gera svona stutt og einföld sýnikennslu video fyrir Instagram. Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög óþolinmóð og nenni sjaldan að horfa á löng sýnikennsluvideo – ég vil dáldið bara að fólk drífi sig að koma sér að kjarna málsins. Þess vegna elska ég sýnikennslumyndbönd á Instagram og innan skamms þá ætla ég að gefa mér tíma og læra þetta almennilega.

En varalitablýanturinn góði ber ekki útkomuna með sér eða það fannst mér ekki við fyrstu sýn. En svo þegar ég prófaði litinn á handabakinu sá ég fallega glansinn, þétta litinn og sterku pigmentin og ég kolféll fyrir honum. Helstir kosturinn við hann er þó sá að það er ekkert mál að renna honum yfir varirnar eins og þið sjáið hér…

Dáldið ópússað sýnikennslumyndband en þið sjáið alveg hvers megnugur blýanturinn er og rúmlega það.

Varalitur dagsins fæst í vefversluninni Fotia.is ásamt fullt af fleiri fallegum vörum frá merkinu Barry M – ég hvet ykkur til að prófa því þetta eru vörur sem koma skemmtileg á óvart og eru á góðu verði :)

EH

Varalitablýanturinn sem ég skrifa um hér fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Sjáið hvað sólarvörn gerir

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  17. August 2014

  Mér finnst varalitablýantir svo þægilegir – algjör snilld =)

 2. Anna

  17. August 2014

  Hvad ertu med a húdinni? Hun er hrikalega falleg!

 3. Ágústa

  19. August 2014

  Sjúklega flottur litur og greinilega mjög þægilegt að setja hann á sig :D