*Vörurnar fékk ég að gjöf/sýnishorn
Mér var boðið á smá viðburð í tilefni þess að Loving Tan sé komið til Íslands en Fotia var að taka inn þetta merki. Ég er búin að fylgjast með þessu merki í mörg ár og sá þetta fyrst hjá áströlsku YouTube stjörnunni, Lauren Curtis.
Þetta merki er frá Ástralíu og var stofnað árið 2011 af Joanna Hinton. Joanna vildi búa til vöru sem ætti að auðvelda hinum almenna neytanda að ná fram brúnku sem þú færð á snyrtistofum.
Loving Tan notar einungis náttúruleg efni og gefur húðinni góðan raka en eitt af aðaleg innhalds efnunum er Aloe Vera. Vörurnar frá Loving Tan innihalda hvorki paraben né alkahól.
Öll brúnkukremin frá merkinu eru með “olive” undirtón eða sem sagt grænan undirtón sem gerir það að verkum að brúnkan verður ekki appelsínugul heldur náttúruleg og falleg.
Það eru til nokkrar týpur af brúnkukremum frá Loving Tan en ég ætla segja ykkur frá brúnkukreminu sem ég prófaði en ég mæli með að skoða úrvalið.
DELUXE BRONSING MOUSSE
Þetta er brúnkufroða í litnum Ultra Dark en það er dekksti liturinn úr Deluxe línunni og er mælt með að þeir sem eru vanir að setja á sig brúnkukrem taki þennan lit. Ég er búin að vera bera á mig brúnkukrem núna í nokkur ár, þannig ég er orðin vel sjóuð í þessu.
Þetta brúnkukrem gefur frá sér fallegan lit og mjög auðvelt í notkun. Það er mælt með því að vera með brúnkukremið á sér í sex klukkutíma áður en farið er í sturtu en best ef það eru átta klukkutímar. Mér finnst best að setja á mig brúnkukrem um kvöldið og fara síðan að sofa. Þá er brúnkukremið ekki að trufla mig yfir allan daginn og get farið í sturtu um morgunin.
DELUXE SELF TANNING APPLICATOR MITT
Þetta er brúnkukrems hanski og er ótrúlega mjúkur. Hanskinn er einstaklega mjúkur, dreifir brúnkunni jafnt og þétt. Húðin veður ekki flekkót og hanskinn á að duga í allt að sex mánuði.
FYRIR & EFTIR
Ég var ótrúlega ánægð með útkomuna og mér finnst brúnkan mjög falleg á litin.
HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM
Það sem skiptir mestu máli er undirbúningurinn og að vera með gott brúnkukrem.
UNDIRBÚNINGUR – DAGINN FYRIR BRÚNKUKREM
-
Skrúbba líkamann
-
Raka líkamhár (persónubundið)
-
Setja rakakrem/body lotion eftir sturtuna
Það er MJÖG mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúnkukrem og því mæli ég með að gera þetta daginn áður.
BRÚNKUKREMSDAGUR
Það sem þú þarft:
-
Brúnkukrem
-
Brúnkukrems hanska
-
Förðunarbursta (val)
Undirbúningur:
-
Sturta
-
EKKI setja bodylotion, nema á það staði sem þú átt það til að verða mjög þurr. Til dæmis olboga, fingur, hné og svo framvegis.
Mér finnst best að byrja neðst á líkamanum og vinna mig upp. Sem sagt byrja á fótunum og svo framvegis.
Til þess að brúnkukremið verði sem jafnast þá er best að gera jafn margar froðusprautur á hvern líkamspart. Til dæmis tvær froðusprautur á hvern fót, mér finnst allavega best að gera það svoleiðis og þá held ég skipulaginu. Þá verð ég til dæmis ekki óvart of brún á hægri fætinum heldur verður brúnkan jöfn.
Síðan nota ég förðunarburstann fyrir andlitið og fingurnar.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg