Gleðilegan föstudag, það er mikið búið að gerast í þessari viku en ég er núna hætt að fljúga í bili og byrjuð í skólanum aftur. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu því þá fer allt af stað í snyrtivöruheiminum og haustlínurnar fara að detta inn, margt spennandi framundan.
Mig langaði að deila með ykkur förðun sem ég gerði á snapchat-inu hjá Fotia (fotiais) í dag en ég gerði fjólubláa og gyllta förðun. Ég er alls ekki nógu dugleg að nota liti en fjólublár á sérstalega að draga fram græn augu og fengu dökk grænu augun mín alveg að njóta sín við þessa förðun.
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn
Pallettan sem ég notaði heitir Queen of Hearts frá Coloured Raine og er ein af mínum uppáhalds. Ég er búin að eiga hana í svolítin tíma núna og nota hana alltaf jafn mikið. Augnskuggarnir eru ótrúlega mjúkir, kremaðir og blandast mjög vel. Ég elska lita valið og það er endalaust hægt að leika sér með hana.
Þetta eru litirnir sem ég notaði í þessa förðun en þetta er auðvitað ein af mörgum förðunum sem hægt er að gera með henni.
Þið sjáið eflaust hérna hvað fjólublái liturinn dregur fram grænu augun mín
Þessi palletta er æðisleg og ég er einmitt að gefa eina í tilefni af því að ég á afmæli eftir viku! Ég ætla því að vera með nokkra gjafaleiki í þessari viku og mæli því með að fylgjast með mér á miðlunum mínum.
Þú getur tekið þátt í gjafaleiknum hér xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg