LÚXUS HEIMILI BLOGGARA & RITSTÝRU

Heimili

Það er ekki hægt að segja annað en að mikill glamúr einkenni þetta ótrúlega fallega heimili en hér býr Petra Tungardern sem þekkt er í sínu heimalandi enda ritstýrir hún tísku og heimiliskafla sænska Metro, er bloggari, stílisti og frumkvöðull. Heimilið sem staðsett er í Stokkhólmi er alveg einstakt, en þrátt fyrir að hafa verið tekið í gegn þá var mörgum upprunalegum einkennum haldið við eins og t.d. loftlistarnir sem setja mikinn svip á heimilið. Það fer ekki á milli mála að einhver mjög hæfur innanhússhönnuður hannaði breytingarnar og er baðherbergið með því fallegasta sem ég hef séð ásamt mörgum fallegum lausnum í stofu og eldhúsi. Litavalið er fallegt og blái liturinn á stofu og svefnherbergi ekkert ósvipaður Denim Drift sem ég er með á mínu svefnherbergi.   

Það er varla til glæsilegri stofa en þessi, arininn er engum líkur og loftið er eins og í konungshöll. Flottar módernískar hönnunarvörurnar skapa síðan flotta andstæðu við allan íburðinn sem fylgdi húsinu. Engar þungar ljósakrónur heldur einföld og töff ljós.

Fallegar hillurnar á eyjunni þar sem stilla má upp smá punti eða tímaritum.

Stofan er afmörkuð með stóru ljósu teppi sem er þó í svipuðum lit og gólfið, hér skiptir máli að teppið nái undir öll þau húsgögn sem tilheyra stofunni en ekki bara undir stofuborðið.

Anddyrið er glæsilegt með dökkum marmara á gólfum og dökkmáluðum veggjum.

Baðherbergið er algjör dásemd! Bleikur veggurinn á móti marmaranum, gyllt blöndunartæki og fallegir skrautmunir.

Glæsilegt fataherbergi með opnum skápum og teppalagt fyrir smá hlýleika

Það hlýtur að vera mjög góð tilfinning að vera nývöknuð og stíga fram úr rúminu á mjúkt teppi!

Þetta heimili fær topp einkunn enda ótrúlega glæsilegt – fyrir áhugasama þá má fylgjast með Petru á MetroMode hér.

OUR EUROVISION DINNER

DAILY LIFEJEN'S DELICIOUS LIFE

IMG_0112 IMG_0097 IMG_0098 IMG_0102 IMG_0103 IMG_0101 IMG_0100 IMG_0105 IMG_0107 IMG_0108 IMG_0113 FullSizeRender IMG_0118

Yesterday was a big day for Swedish people, the Eurovision Final, in Sweden. As many might know Sweden is very obsessed with Eurovision haha. We usually always watch it, it’s just a tradition you have from when you were younger. And I have noticed that it’s as popular here in Iceland too, I like it.

We were away the hole day yesterday at the summer cabin and came home quite late so we just decided in the last minute to invite our friends for some Eurovision dinner, so this was actually a very spontaneous dinner. And it turned out to be delicious.

OUR DINNER:

Grilled chicken with coriander and garlic  

800 g Chicken thigh filé
Metal skewers

Marinade: 

1 dl olive oil
3 tablespoon of light soya sauce (kikkoman)
2 tablespoon of honey
2-3 pressed garlic cloves
1 dl of chopped fresh coriander
salt and pepper

Mix all the ingredients with the chicken and let it stay in the fridge for about 30-60 min. Put it on the metal skewers and start bbq. I prefer to use chicken thigh filé instead of regular chicken filé, it gets so much more tender.

Mexican grilled corn

Grill the corn and lemon on a hot grill (buy pre-cooked corn). Grate the Parmesan in another bowl. While the corn is still warm slather it with cream cheese and then turn it in grated parmesan. Squeeze the grill lemon juice over the corns and season with chilli powder and salt. ‘You will love this’.

Fried asparagus

Heat up a pan with olive oil, fry the asparagus and add some green pesto. ‘Easy and a perfect side dish’.

Cold garlic sauce

2,5 dl creme fraiche
2 tablespoon of mayonnaise
1 tablespoon of honey
1-2 pressed garlic cloves
salt and pepper
olive oil

Mix everything together and store in the fridge. ‘Perfect for the bbq table’.

BON APITIT!! 

If you decides to do any of my recipes please take a photo and Hashtag #cookitwithjen Would be so happy to repost others photos. :)

 

Love
xx
Jennifer

INSTAGRAM: Jenniferbergp & Cookitwithjen

 

 

Caroline fyrir Bianco

Á ÓskalistanumBianco

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, eingöngu tækifæri til að deila með ykkur fallegum skóm sem eru á mínum óskalista – ekki það að það komi mörgum á óvart að ég sé sífellt með skó á óskalistanum! ;)

Nú hefur uppáhalds skóbúðin mín hafið samstarf við nýjan bloggara hina undursamlega fallegu Caroline Berg Eriksen. Caroline er norskur bloggari og ein sú þekktasta þar í landi, hún starfar sem fyrirsæta, heldur úti gullfallegri heimasíðu og hefur einnig gefið út bók í tengslum við síðuna sína. Hún hefur áður hannað töskur í samstarfi við Adax og nú hannar hún skó fyrir Bianco!

Það er von á tveimur skópörum úr línunni hennar í Bianco hér á landi í næstu viku og ég ætla mér bæði pörin enda hef ég í alvöru verið að búa til pláss fyrir þau síðan ég sá þau fyrst. Já það er kominn tími á að losa eitthvað af pörunum sem eru ekki í notkun og gefa þeim nýtt heimili.

Skórnir sem Camilla Pihl hannaði fyrir Bianco eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota pörin eftir hana á hverjum degi. Nú er ekki von á nýrri línu frá henni fyrir Bianco alla vega ekki búið að tilkynna það en ég vona alla vega að það komi kannski seinna því hún er alveg með það þegar kemur að skóhönnun.

Caroline virðist líka vera með góða sýn þegar kemur að skóm eins og þið sjáið hér fyrir neðan…

Bianco-6

Hér eru sannarlega Chanel inspired espadrillur – hefði verið gaman að sjá B framan á þeim, B fyrir Bianco! Virkilega flottir skór sem verður gaman að vera í við fallega bláar gallabuxur þegar snjórinn fer að hverfa af götunum og göngustígum. Ég hlakka til að sjá þessa betur, þeir virðast vera úr leðri sem mun gera þá mjög veglega og fallega.

Bianco-2

Svo eru þessir bara trylltir! Töffaralegir skór sem ganga við hvaða tilefni sem er finnst mér. Ganga einmitt bæði hversdags og við fínni tilefni til að gera dress enn meira töffaralegra. Þessir koma bara í svörtu hingað til lands en Caroline hannaði þá í tveimur litum – hinir eru ljósbrúnir og þið sjáið þá hér fyrir neðan. Þó þeir komi ekki langaði mig samt að leyfa þessari mynd að fljóta með því mér finnst dressið svo flott.

Bianco-5Fallegur sumarlegur kjóll og gróf ökklastígvél við ein góð hugmynd um hvernig er hægt að nota skónna. Ég sá að Elísabet er líka búin að birta verðið á þessum inná Facebook síðu Bianco – HÉR – sem er 24.990kr virkilega gott verð ég átti jafnvel von á því að það yrði hærra.

En mig langaði líka að sýna ykkur hin pörin þó þau komi reyndar ekki – alla vega ekki fyrst um sinn…

Mér finnst sandalarnir alveg æðislegir, hver veit ef ég get snúið nógu mikið uppá hendur vinkonu minnar haha!

En hvernig lýst ykkur á – rata þessi pör inná ykkar óskalista?

knús, 
Erna Hrund

p.s. þið finnið bloggið hennar Caroline HÉR!

VELKOMINN DESEMBER!

HeimiliJóla

Þá er desembermánuður loksins runninn upp með öllu sínu tilheyrandi, jólasnjó, ófærð, jólabónusum, smá stressi og mikilli tilhlökkun. Ég er klárlega með innlitið til að koma ykkur í skreytingargírinn ef þið eruð ekki þegar kominn í hann, en þetta er eitt fallegasta jólainnlit sem ég hef séð. Það er jú reyndar bara 1.desember svo þetta er ekkert endilega jólalegasta innlit sem þið munuð sjá í mánuðinum, dálítið dannað í litavalinu en ó svo fallegt. Hér býr innanhússstílistinn Per Olav sem bloggar m.a. hjá sænska Residence Magazine og þessi maður kann sitthvað þegar kemur að skreytingum.

PerOlav_FotoKristoferJohnson5-700x453PerOlav_FotoKristoferJohnson4-700x905

 Hýasintur og lítið grenitré til skrauts.

PerOlav_FotoKristoferJohnson11-700x905

Mjög skemmtileg hugmynd að hengja upp litla grenigrein.

PerOlav_FotoKristoferJohnson1-700x905

Bara 24 dagar þangað til…

PerOlav_FotoKristoferJohnson2-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson3-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson6-700x905

Myndir via

Það sem vekur athygli mína er að hér er ekkert skreytt með einhverskonar jólaljósum og eingöngu notast við græna litinn, þá annaðhvort í grenigreinum, jólatrjám í öllum stærðum, hýasintum og litlum grænum stjörnuborða. Mögulega er eftir að bætast við hjá honum Per vini okkar þegar líður á mánuðinn, en hann hefur 24 daga til stefnu. 24 DAGAR TIL STEFNU, eigum við eitthvað að ræða það? Á mínu heimili vantar ennþá jólaseríur í glugga sem er að fara með mig en ég hinsvegar fékk ofsalega fallegt jólaplakat með póstinum í gær sem ég er spennt að sýna ykkur. Seinna í dag næ ég síðan vonandi að setja í gang jólaleikinn minn eina sanna! Spennó spennó…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

…AÐ FÁ LÁNAÐA HLUTI FYRIR INNLIT?

Heimili

Bloggarinn Ulrika hjá 17 Doors birti í gær þessar myndir af heimili sínu, innlitið var tekið af stílistanum Pellu Hedeby og ljósmyndaranum Kristofer Johnson fyrir tímaritið Residence. Þó að myndirnar hafi verið teknar árið 2013 eru þær mjög svo up to date hvað varðar stílinn a.m.k. Það er að sjálfsögðu mikill Pellu stíll á myndunum en gardínurnar voru t.d. allar teknar niður fyrir myndatökuna fyrir stílhreinna lúkk. Áhugavert hvernig tímaritin erlendis virðast flest koma með stílista inná heimili fólks til að stilla öllu upp og fjarlægja ljótu hlutina. Ég veit ekki hvort slíkt myndi falla í kramið hér heima? Eflaust margir sem myndu þiggja aðstoðina til að sýna heimilið sem flottast en aðrir sem myndu aldrei taka þátt í slíku innliti sem sýndi ekki 100% þeirra persónulega stíl. Eða hvað haldið þið?

seventeendoors_143klarbseventeendoors_242klarbseventeendoors_090klarb seventeendoors_121klarb seventeendoors_221klarb seventeendoors_446klarb seventeendoors_356klarb-980x653 seventeendoors_411klarb

Þessi mynd hér að ofan var í uppáhaldi hjá Ulriku sem segist óska þess að vera með sínar eigin kryddjurtir í eldhúsinu. Það fær mig til að hugsa hvort hún eigi þá nokkuð t.d. öll húsgögnin í þessu innliti?

seventeendoors_304klarb
seventeendoors_068klarbseventeendoors_028klarbseventeendoors_559klarb

Mér finnst þetta afskaplega fallegt heimili, en finnst þó alltaf áhugavert þegar fólk fær lánaða hluti í verslunum til að sýna í innlitunum sínum, í þessu tilfelli var það þó stílistinn sem valdi hlutina eftir sínum smekk. Þetta er töluvert algengara en þið haldið í íslenskum tímaritum;)

-Svana

TÖFFARI

Maja Wyh er bloggari frá Þýskalandi.
Ég var búin að sjá nokkrar myndir af henni hér og þar á netinu áður en ég komst að því hver hún er en stíllinn hennar er einstakur. Hún klæðir sig persónulega og er ekki mikið að grípa í einhver tímabundin trend, heldur bara það sem henni finnst fínt. Stílinn er fjölbreyttur en hún klæðist oftast oversized fötum í tomboy/boho stíl.  Töffari er gott orð yfir þessa stelpu. Ég held mig langi í allar flíkurnar sem hún á, eða svona næstum – en ég er þó ekki alltaf sammála skóvalinu hjá henni.

maja wyhdd

maja wyh

Processed with VSCOcam with c1 preset

DSC_0105

_MG_8209

IMG_0175_Fotor_Fotor

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with m3 preset

majawyh

Processed with VSCOcam with f2 preset

mll

jk

Processed with VSCOcam with c1 preset

DSC_0426 2

Processed with VSCOcam with f2 preset

jamaaa

maja9

maja8

maja6

maja5

x

maja

1407703236_Fotor_Collage

Mega tískugyðja!

Fínn innblástur fyrir komandi haust. Ég held að ég þurfi að fara að endurskoða minn fataskáp aðeins og selja/gefa – það er must svona öðru hverju.
Fyrir áhugasama er hægt að skoða bloggið hennar HÉR og instagramið er @majawyh.

//Irena

 

HEIMILI BLOGGARA : REBECCA CENTREN

Heimili

Það fer ekki illa um bloggarann Rebeccu Centren á þessu fallega heimili sínu, hún bloggar á Modette.se og deilir hún þar ýmsum tískutengdum myndum og inná milli myndum af heimili sínu sem er nokkrum númerum of fallegt. Hún virðist líka hafa fylgt hverju einasta tískutrendi undanfarið ár, það er ekki hægt að neita því…kopar, marmari, svartir veggir, ljósaskilti, röndóttir veggir, ikea rand motta, hráir veggir og listinn heldur áfram!5_1

Loftljósið frá FLOS eignaðist hún nýlega

8_1 11 13_web

Baðherbergið er frekar óvenjulegt, mjög hrátt í iðnaðarlegum stíl

28_1 28_21

Fataherbergið hennar er algjör draumur, svartmálaðir veggir, svartar innréttingar og svart teppi!

28_41 guest2

2_1
high2

5_3

Myndir fengnar að láni frá Rebeccu Centren

Gullfallegt heimili hjá mjög smekklegri dömu.

Ég hefði ekkert á móti því að býtta við hana á nokkrum rýmum, þá sérstaklega fataherberginu!

Angelica Blick

Innblásturmakeup

Ein af bloggurunum sem ég fylgist með á Instagram er hin sænska Angelica Blick. Mér þykir hún á köflum frekar hallærisleg sérstaklega þegar hún póstar endalaust af stútmyndum af sjálfri sér – ég er kannski ekkert skárri sjálf ;)

En hvað sem mér finnst um myndirnar hennar þá er hún alltaf óaðfinnanlega máluð. Ég tók saman nokkrar myndir af skvísunni til að finna mér innblástur fyrir næsta lúkk sem ég ætla að reyna að búa til tíma fyrir á næstunni. Myndirnar af síðunni hennar sem þið finnið HÉR.

Takið sérstaklega eftir flottu og náttúrulegu augabrúnunum hennar og hvernig hún skyggir andlitið – ég er einmitt að stefna á það að gera flotta contouring sýnikennslu fyrir síðuna á næstunni.grey4 johnnydepp1-1024x642 hej121 hej1223 band8 leaf11 white2

Ég ákvað að neðsta myndin yrði innblásturinn minn fyrir næsta lúkk – mér finnst þessi förðun æðisleg og hárið er fullkomið. Fullkomið helgarlúkk ekki satt ;)

EH