fbpx

…AÐ FÁ LÁNAÐA HLUTI FYRIR INNLIT?

Heimili

Bloggarinn Ulrika hjá 17 Doors birti í gær þessar myndir af heimili sínu, innlitið var tekið af stílistanum Pellu Hedeby og ljósmyndaranum Kristofer Johnson fyrir tímaritið Residence. Þó að myndirnar hafi verið teknar árið 2013 eru þær mjög svo up to date hvað varðar stílinn a.m.k. Það er að sjálfsögðu mikill Pellu stíll á myndunum en gardínurnar voru t.d. allar teknar niður fyrir myndatökuna fyrir stílhreinna lúkk. Áhugavert hvernig tímaritin erlendis virðast flest koma með stílista inná heimili fólks til að stilla öllu upp og fjarlægja ljótu hlutina. Ég veit ekki hvort slíkt myndi falla í kramið hér heima? Eflaust margir sem myndu þiggja aðstoðina til að sýna heimilið sem flottast en aðrir sem myndu aldrei taka þátt í slíku innliti sem sýndi ekki 100% þeirra persónulega stíl. Eða hvað haldið þið?

seventeendoors_143klarbseventeendoors_242klarbseventeendoors_090klarb seventeendoors_121klarb seventeendoors_221klarb seventeendoors_446klarb seventeendoors_356klarb-980x653 seventeendoors_411klarb

Þessi mynd hér að ofan var í uppáhaldi hjá Ulriku sem segist óska þess að vera með sínar eigin kryddjurtir í eldhúsinu. Það fær mig til að hugsa hvort hún eigi þá nokkuð t.d. öll húsgögnin í þessu innliti?

seventeendoors_304klarb
seventeendoors_068klarbseventeendoors_028klarbseventeendoors_559klarb

Mér finnst þetta afskaplega fallegt heimili, en finnst þó alltaf áhugavert þegar fólk fær lánaða hluti í verslunum til að sýna í innlitunum sínum, í þessu tilfelli var það þó stílistinn sem valdi hlutina eftir sínum smekk. Þetta er töluvert algengara en þið haldið í íslenskum tímaritum;)

-Svana

SÁPUSNOBB?

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Birta Sæmundsdóttir

  14. February 2015

  Mér finnst þetta svolítið eins og að horfa á “raunveruleika”sjónvarp. Maður veit að það er ákveðin uppskrift, þetta þarf að selja og þess vegna er bætt auka “kryddi” svo þetta virki. Mér finnst það vera svindl, þetta er ekki ekta að mínu mati.

 2. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

  14. February 2015

  Ég er orðin dáldið þreytt á að nánast bara sjá ofur stíleseruð heimili bæði í blöðum og á bloggum, nánast alltaf sömu húsgögnin og sami stíllinn. Væri gaman að sjá aðeins meiri fjölbreytileika á heimilum sem sýnd eru í blöðum og bloggum. :)

 3. Birna Helena Clausen

  15. February 2015

  Ég er sammála Önnu að ég er pínu þreytt á því að sjá alltaf það sama.
  Ef það kemur stílisti inn sem tekur það sem er “ljótt” og bætir við því sem þykir smart þá missa heimilin smá sjarma. Mér finnst svo stór hluti af fallegu heimili vera andinn þar inni sem skapast þegar fólk gerir hlutina að sínu,

 4. Sara Halldórsdóttir

  16. February 2015

  Guð, ekki veistu hvaðan loftljósið er á fyrstu myndinni? Sá það á pinterest og er búin að leita dauðaleit að því síðan :)