SÁPUSNOBB?

BaðherbergiÓskalistinn

Já í dag ætlum við að tala um sápur…

Undanfarið hef ég tekið eftir í vaxandi mæli notkun á sömu sáputegundinni og snyrtivörum þegar kemur að innlitum eða á fasteignamyndum (þessum sænsku), Aesop heitir merkið sem allir nema ég virðast eiga. Ég sem hef hingað til hoppað hæð mína þegar einhver færir mér ódýra sápu frá Bath & Body Works frá Ameríkunni eflaust uppfullar af efnum sem ég kæri mig ekki um að vita. Ég viðurkenni fúslega að ég er algjört fórnarlamb þegar kemur að svona markaðssetningu og núna dauðlangar mig til að prófa þessar vörur, ég hef þó ekki orðið vör við þetta merki hér heima á nokkurn hátt. Umbúðirnar eru það fyrsta sem grípur augað, klassískar og stílhreinar en fyrirtækið var stofnað árið 1987.

03edf39e97c46e64e2947ba52b306235 d39b95fdcf5f18465e9655d22b97b779 5e76cc729bd4b12745bb28a981a56f15

1b13edeea9d71ff0ce7c8bd33e12aa66009c1d4adab89a2f5341f9ac7f272adf 1d60564fcb1d730d6951e9c6e8801527 28b54cb9059f62a18be528eecec21baf cfd46dca2532eeca7679d9f7fe8d961a0a193e2b2411164a9d84702a9509a6f8

Ef einhver ykkar hefur reynslu af þessum vörum má sá hinn sami endilega upplýsa mig:)

LÍFIÐ...

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

 1. Þórunn

  13. February 2015

  Mjög góðar vörur! Fást í Madison Ilmhúsi í Aðalstræti 9. Mæli svo sannarlega með heimsókn þangað :)

 2. Hrund

  13. February 2015

  Madioson Ilmhús á Aðalstræti seldur Aseop vörur :)

  Ég á handsápu frá Aseop og finnst hún mjög góð, hendurnar verða sérstaklega mjúkar! :) mæli með!

 3. Reykjavík Fashion Journal

  13. February 2015

  Svana!! Þú verður að prófa þessar dásemdir – við vorum með vona og þetta er bara ein sú besta sápa sem ég hef þvegið mér með. Þær fást í Madison ilmhúsi í Aðalstræti :)

  Nú er ég reyndar með frá Sóley Organics og þær eru æðislegar líka.

  kv.
  Sápusnobbarinn ;)

 4. Erla

  13. February 2015

  Þetta hlýtur að vera gasalega heilnæmt svíar eru svo framarlega í öllu svoleiðs ;);)

  • Erla

   13. February 2015

   úbs þetta er reyndar franskt

   • Hafdís Anna Bragadóttir

    13. February 2015

    Reyndar er þetta ástralskt :) gerir hendurnar einstaklega mjúkar og maður þarf síður handáburð finnst mér…

 5. Ása

  13. February 2015

  Pínu pricey vörur en mjög góðar, maskarnir eru td snilld

 6. Elín

  13. February 2015

  Ég hef heyrt um stað í NY sem er með þessar sápur á almenningssalernum sínum en vegna þess hve fólk getur verið nett klikkað þá þarf að hlekkja þær niður svo þeim sé ekki stanslaust stolið – sönn saga!

 7. Þórdís B

  13. February 2015

  Ég verð að segja að mér finnst alveg magnað að kaupa sér handsápu fyrir 6-7000 krónur. Ég meina, þetta er sápa!!!

  • Svart á Hvítu

   14. February 2015

   vó er það verðmiðinn… haha þá held ég að ég bíði með þetta!:) Amk. yfir fæðingarorlofið haha

 8. Stefanía

  14. February 2015

  Partur af ástæðunni fyrir vinsældunum í Svíþjóð hljóa að vera þessar minimalísku umbúðir (svona fyrir utan gæðin).
  Svíarnir eru líka alveg óðir í Nicolas Vahé vörurnar.

  • Svart á Hvítu

   14. February 2015

   Ahhhh Nicolas Vahé… þarf að næla mér í fleiri vörur frá honum , þær eru æði og umbúðirnar flottar:)

 9. Gabríela

  14. February 2015

  Ég kolféll fyrir þessu því umbúðirnar gefa til kynna að um einhverja æðislega fína lífræna vöru sé að ræða. Ég keypti rándýrar sápur í Aesop búð erlendis en varð svo fyrir vonbrigðum þegar ég gaf mér loks tíma í að skoða innihaldsefnin. Sápurnar innihalds Sodium Laureth Sulfate sem er krabbameinsvaldandi. Ágæt lexía í neyslumeðvitund!

  • Gabríela

   14. February 2015

   Eða hvað, kannski er það umdeilt en alla vega eru þetta ekki lífrænar sápur.

  • Svart á Hvítu

   15. February 2015

   Vá er það… kemur á óvart, ég hefði einmitt haldið það sama.

 10. Dísa

  14. February 2015

  Flottar vörur, The Block kom thessu algerlega til skila hjà mér sem “it” vara, svo bara fella á;) mæli med the Block í fædingarorlofinu, 5 thættir á viku:)

 11. Arna

  25. February 2015

  Eins og hefur komið fram þá fæst þetta í Madison ilmhús sem er æðislegur staður með alltof mikið af fallegu og góðu stöffi.