fbpx

Toppurinn að fá að velja sér sjáfur skó

MömmubloggTinni & Tumi

Skónna fengum við Tinni að gjöf, færslan er skrifuð af einlægni og hreinskilni eins og allt annað sem ég skrifa.

Við Tinni fórum saman í skóleiðangur um daginn, tilefnið var opnun nýrrar skóverslunar í Kringlunni, Skechers og í fyrsta sinn fékk Tinni Snær alveg sjálfur að velja sína eigin skó. Það sem hann var lukkulegur með þessa áskorun og mamman fylgdist með og í alvöru þá ljómaði barnið! Það eru virkilega flottir barnaskór fáanlegir í versluninni en það sem minn maður var spenntastur fyrir voru þeir sem voru með ljósum. Saman náðum við að velja tvö pör sem okkur leist vel á og svo var það alfarið í hans höndum að velja á milli.

Videoið hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf um tilfinningar Tinna Snæs til skónna og þessarar búðarferðar – hann var í skýjunum!

Svona var hann – hann hljóp um allt alsæll og svo ánægður með skóbúnaðinn sem hann hefur ekki viljað fara úr síðan þá og fyrstu nóttina átti ég allt eins von á að hann myndi biðja um að fá að sofa í þeim. Þetta eru alveg svakalegir blikkskór. Þetta er ekkert eins og þeir sem voru til þegar ég var lítil það er bókstaflega diskótek undir sólunum á skónnum – okkur finnst þetta báðum æði!

Það er svo hægt að slökkva á ljósunum en mér þykir ólíklegt að það verði nokkurn tíman gert. Okkur mömmunum þykir ómetanlegt að sjá þegar börnin okkar eru brosandi og hamingjusöm og það sem þessir gera fyrir svipinn á mínum dreng er hrikalega krúttlegt.

skechers4

Sonur minn labbar ekki í skónnum sínum hann hoppar og skoppar!

skechers

Í skónnum er Memory Foam, sem er þéttur svampur ef svo má kalla sem aðlagar sig að fætinum og veitir þannig góðan stuðning. Mér finnst þetta sjálfri mjög þægilegt og hef aðeins verið að prófa skónna sem ég valdi mér. Því miður er ekki mikið tækifæri til þess þar sem veðrið er ekki alveg farið að bjóða uppá það en ég hlakka til að geta farið útað labba og leika með strákunum í sumar!

skechers2

Þó veðrið sé ekki alveg búið að vera uppá það besta þá tók ég samt smá test á skónnum. Tinni Snær hjálpaði mér líka að velja skó fyrir mig. Ég fann tvö pör sem mér leist vel á og hann sagði mér svo hverjir honum fannst flottastir. Bláu reimarnar heilluðu hann meira og ég er bara alveg sammála honum.

skechers3

Ég fékk smá svona nostalgíu fíling þegar ég sá þessa skó – þetta fannst manni svo ótrúlega spennandi á þessum aldri. Skórnir eru líka bara mjög flottir. Ég viðurkenni samt alveg jú þetta eru svakalegir skór en það er svona framtíðarfílingur í þeim.

Við skoðuðum vel alla skónna inní Skechers búðinni þegar við kíktum í heimsókn og það sem ég tók eftir er að í fyrsta lagi er mjög gott úrval og svo er verðið sanngjarnt. Það verður mjög gamana að sjá hvernig búðinni verður tekið hér á landi og ég fagna komu hennar til landsins. Þarna er verið að fókusera á gæði, þægindi og svona ákveðin street style trend eins og með strigaskónna sem ég valdi mér.

Mig langar endilega að skrifa það að ég meina hvert orð sem kemur fram í textanum og þetta er frábær búð og við fengum svo góða þjónustu. Á morgun (fimmtudag) fer formleg opnun fram og klukkan 17:00 er smá hóf í búðinni sem staðsett í Kringlunni við hliðiná Söstrene Grene. Það er 20% afsláttur af öllum vörum og lukkuhjól þar sem fullt af skópörum eru í vinning, DJ og blöðrur. Endilega skoðið betur eventinn hér fyrir neðan:

Opnun Skechers verslunar í Kringlunni!

Að lokum vil ég þakka innilega fyrir okkur mæðginin við förum alsæl inní vorið með æðislega strigaskó***

Erna Hrund & Tinni Snær

Annað dress, kasúal miðvikudagur

Skrifa Innlegg