fbpx

ÓSKALISTINN MINN // MAÍ

Óskalistinn

Uppáhalds efnið sem ég bý til fyrir bloggið eru óskalistarnir þar sem ég tek saman fallegar vörur úr öllum áttum sem heilla augað. Það er orðið langt síðan ég birti síðast óskalistann minn og það hefur aldeilis safnast saman á honum – svo mikið að ég kem bráðlega með nýjan lista í júní sem er rétt handan við hornið ♡

Ég vona að þessi listi gefi ykkur góðar hugmyndir,

// 1. Kastehelmi er ein uppáhalds vörulínan frá iittala og á ég nokkrar svona krukkur sem ég nota undir ýmislegt t.d. bómull, minni krukku undir skart og fleira. Langar þó núna í fleiri til að hafa í eldhúsinu. 

// 2. Eldvarnarteppi og það er smart! Við eigum svona í bústaðnum en ég er svo heilluð af þessu merki sem býr til fallegar öryggisvörur. Þetta fæst hjá Fakó. 

// 3. Fallega Kimchi glerkannan sem ég held svo uppá. Ég gaf foreldrum mínum könnuna mína og langar alltaf að eiga eina sjálf. Bleika eða fjólubláa. Fæst hjá Purkhús.

// 4. Nýútgefin Iittala bók frá Phaidon – ég vona að hún komi í einhverjar verslanir hér heima á næstunni. Ég fylgist með! 

// 5. Blómapottur á fótum, þessi er dálítið skemmtilegur! Fæst hjá Ramba. 

// 6. Rúmteppi frá Ihanna home, falleg íslensk hönnun. Fæst m.a. hjá Epal, Ramba, Motivo Selfossi og Póley Vestmannaeyjar. 

// 7. Frederik Bagger glös til að skála í sumar! Þessi bleiku kristalsglös eru æði. Fást í Epal, Snúrunni og Módern. 

// 8. Ég fæ ekki nóg af fallegum plakötum og er alltaf að skoða nýjar leiðir til að skreyta veggina. Þetta er frá The Poster Club.com og er eftir Hönnu Peterson. 

// 9. Múmínbollinn sæti – finnst hann svo tilvalin tækifærisgjöf ásamt t.d. góðu kaffi eða mola. Fæst í ibúðinni og flestum verslunum sem selja iittala og víðar. 

// 10. Bio effect serum – það er jafn gott og sagt er. Ég gæti hugsað mér að eiga alla vörulínuna!

// 11. Sumarlegur kjóll er ofarlega á listanum mínum, þennan sá ég á vefsíðu Boohoo í vikunni.

// 12. Lantern lampinn frá Iittala er svo klassískur og fallegur. Fullkomin brúðkaupsgjöf finnst mér. Fæst t.d. í ibúðinni.

// 13. Vor er nýjasti ilmurinn hjá Haf store – er mjög spennt að prófa þetta kerti sem “ilmar eins og fíkjutré á sólríkum degi.”

// 14. Rúmföt frá Södahl með sumarlegu og fallegu mynstri. Þau fást hjá Bast Kringlunni.

// 15. Ég er mjög hrifin af veskjunum frá Stellu Mc Cartney og finnst þetta æðislegt. Fæst hjá Mytheresa.com.

// 16. Thermo bollar frá Royal Copenhagen eru svo fallegir, og mætti vel fjölga í mínu safni. Royal Copenhagen fæst núna í Epal.

// 17. Nailberry naglalakk í fallegum lit, en þessi lökk eru eiturefnalaus og anda. Er mjög spennt að prófa þau betur. Fæst t.d. í Hagkaup og Beautybox.

// 18. Vandaðir og flottir leðurskór úr nýju skóbúðinni hennar Andreu. Klassískir!

 

Ég vona að þessi listi veiti ykkur innblástur,

Góða helgi!

Fylgdu mér á Instagam @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN : STRING HILLUR Í BEIGE

Skrifa Innlegg