fbpx

ÓSKALISTINN : STRING HILLUR Í BEIGE

KlassíkÓskalistinn

Efst á óskalistanum þessa stundina er String hillusamstæða í beige litnum sem kynntur var til sögunnar árið 2019 og ég hef verið með á heilanum síðan þá. String hillurnar eru hannaðar árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og er í dag eitt það fyrsta sem kemur upp í huga fólks þegar hugsað er um skandinavíska hönnun, – algjört hönnunartákn.

Hægt er að setja saman þína útgáfu á t.d. vefnum hjá Epal sjá hér en ég sé fyrir mér að hafa hillurnar á vegg sem liggur frá aðalrými inní eldhúsið og gæti því geymt spariglös í glerskápnum t.d. og fallegt punt á hillunum. Það er endalaust hægt að leika sér með samsetningu og ég viðurkenni að fá smá valkvíða hvernig samsetningu ég ætla að leggja inn pöntun fyrir, finnst þetta allt svo fallegt og svo er komið ágætis úrval af fylgihlutum til að setja á hillurnar.

Algjör draumur, ég elska þennan milda og ljósa lit.

Ég mæli með að prófa að teikna upp þína String samsetningu – það er ágætis skemmtun!

MÚMÍN SUMARLÍNAN ER SUMARLEG OG SÆT

Skrifa Innlegg