fbpx

VINSÆLASTI SPEGILL LANDSINS ER ÞESSI!

Hönnun

Pond spegillinn frá Ferm Living hefur notið ótrúlegra vinsælda undanfarið og mætti líklega segja að þetta sé vinsælasti spegill landsins í dag. Lífrænt form speglanna dregur augað að þeim og óregluleg lögun þeirra heillar. Speglar eru jú í flestum tilfellum meira symmetrískir í lögun sinni og Pond vörulínan því dálítið hressandi nýjung fyrir heimili landsins og líklega ástæða vinsælda þeirra.

Pond L er án efa sá vinsælasti úr línunni en það er þessi ílangi með dálítið kvenlegum línum – klárlega í uppáhaldi hjá mér! Spegillinn kemur í þremur stærðum á vegg ásamt litlum snyrtiborðspegli.

Spegill spegill hermd þú mér…

Myndir // Ferm Living – Fyrir áhugasama þá fæst Pond serían í Epal. 

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : LÍFLEGUR STÍLL HEIMA HJÁ SAFNARA

Skrifa Innlegg