fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : LÍFLEGUR STÍLL HEIMA HJÁ SAFNARA

Íslensk heimiliÍslensk hönnunList

Kannist þið við dönsku heimilisþættina þar sem farið er á milli heimila og reynt að giska hver býr þar? Vá hvað ég hef gaman af þannig þáttum – og reyndar flestum heimilisþáttum ef út í það er farið. Það er nefnilega heilmikið hægt að segja um fólk með því að skoða heimilin þeirra og hvernig karakter þar býr. Hér er á ferð dásamlega fallegt heimili sem nú er á sölu, staðsett á Fornhaga. Ég fæ oft sendar ábendingar frá smekklegum vinkonum sem liggja yfir fasteignasölum og þetta heimili sendi Elísabet mín mér rétt áðan, og ég veit ekki hver býr hérna – enn sem komið er.

Það er þó augljóst að hér býr einhver sem er í skapandi geiranum, hönnuður, jafnvel arkitekt eða keramíker ef skoðað er glæsilegt safnið af keramíkmunum? Og ég ætla líka að giska það séu einhver tengsl við Holland? Hvort viðkomandi hafi stundað nám þar eða búið í einhvern tíma, það er eitthvað við stílinn og glæsilegt Piet Hein Eek borðstofuborðið er sjaldséð sjón hérlendis. Falleg íslensk list má finna á öllum veggjum heimilins og því má segja að hér búi alvöru safnari.

Kíkjum í heimsókn,

Myndir : Fasteignasíða Vísis.is / Fasteignaljósmyndun

Æðislegt heimili með skemmtilegum og persónulegum stíl. Greinilega smekkfólk sem býr hér!

Ég held ég hafi reyndar kveikt á perunni í lok færslunnar því ég kannaðist við smá við nokkur húsgögnin – kíkið á þessa færslu hér frá 2020 : Óhefðbundið glæsiheimili hjá hönnuði, og sjáið hvort það stemmi ekki. Alltaf gaman að leika sér að því að giska:)

LITIR ÁRSINS 2022 FRÁ NORDSJÖ & PANTONE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kata

    22. February 2022

    hefur einhver hugmynd um hvaðan flísarnar í eldhúsinu eru? :)