fbpx

LITIR ÁRSINS 2022 FRÁ NORDSJÖ & PANTONE

FréttirFyrir heimilið

Við áttum alveg eftir að skoða saman litaspádóma ársins 2022 frá bæði Nordsjö og Pantone og ákvað ég því að sameina þessa tvo litarisa í eina góða bloggfærslu. 

Nordsjö kynnir litinn Bright Skies sem lit ársins 2022, ljósblár og léttur litur,

“Bright Skies er léttur, ljósblár litur sem er ferskur, opinn og góður fyrir sálina. Hann endurspeglar takmarkalausan himininn yfir og allt um kring, færir vott af náttúrunni inn til okkar og getur blásið nýju lífi í hvaða rými sem er. Þetta er líka tónn sem passar einkar vel við fjölda annarra lita – allt frá mjúkum, hlutlausum tónum til glaðlegra, skærra lita. Sannkallaður peppari án þess að vera nokkru sinni yfirþyrmandi.”

Sjá meira hjá Sérefni

PANTONE 

Pantone kynnir litinn Very Peri sem lit ársins 2022, fjólublár og ekkert mjög ósvipaður fjólubláum Ultra Violet sem var Pantone litur ársins 2018. Fjólublár er ekkert nema gleðilitur og komandi úr öllum þessum sóttkvíum og einangrunum undanfarið ár er þetta einmitt liturinn sem við þurfum á að halda að mínu mati. Fjólublár litur hefur nú þegar verið vinsæll og var t.d. litur ársins 2021 hjá Iittala. Og það er svo sannarlega hægt að finna mikið af fallegum skrautmunum og fatnaði í þessum bjarta lit, og nú mun án efa úrvalið aukast svo um munar! 

Myndir : Pinterest 

Litríkt & fallegt – akkúrat eins og það á að vera!

IITTALA LITIR ÁRSINS // ULTRA MARINE & COPPER

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    21. February 2022

    Ég sé bara 501 blár þegar ég horfi á bláa litinn, vúhú

  2. Ellen Björg

    22. February 2022

    Skemmtileg færsla hjá þér! Fullt af innblæstri <3