fbpx

IITTALA LITIR ÁRSINS // ULTRA MARINE & COPPER

Hönnuniittala

Á hverju ári kynnir Iittala nýjan lit til sögunnar og í ár eru það glæsilegur djúpblár litur og klassískur koparlitur – Ultramarine & Copper. Geislandi blár liturinn dregur innblástur sinn í finnska náttúru, himininn og vötnin, og sást liturinn síðast árið 2017 hjá Iittala í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finnlands. Vinsæll koparliturinn hefur einnig birst áður í mörgum Iittala vörum, en núna sem litur ársins verður við enn meira vör við þennan glæsilega lit.

Sterkir og fallegir litir sem tóna vel við litadýrðina sem einkennir Iittala.

Hér að ofan má svo sjá safnfugl ársins 2022, Croke Copper sem byggður er á fuglasafni Oiva Toikke og nú í nýjum lit með fallegum röndum. Fuglarnir eru munnblásnir í verksmiðju Iittala í Finnlandi og koma í takmörkuðu upplagi. Alltaf ó svo fallegir… ég elska fugla og fallega hönnun svo að fuglarnir hans Oiva Toikka hitta mig beint í hjartastað. Svo glæsilegir!

Sjáðu úrvalið hjá Iittala búðinni – 

LÚXUSELDHÚSBORÐ FRÁ VIPP // CABIN TABLE

Skrifa Innlegg