fbpx

OSTRUR Í FALLEGRI ÚTGÁFU FRÁ FERM LIVING

Hönnun

Oyster er falleg vörulína frá Ferm Living sem innblásin er af – þið giskuðuð rétt, ostrum! Vörulínan inniheldur einstakan vegg og borðlampa ásamt fallegum skrautskálum.

Oyster vegglampinn er búinn til úr steyptu 100% endurunnu áli og einkennandi lífrænt form hans og mjúkar línur gera hann að fallegum skúlptúr hvort sem hann sé á vegg eða standi á borði. Ostruskálarnar eru úr kopar (brass) og steyptar í formi sem búið var til eftir alvöru ostruskeljum, lífrænt formið og gróf áferðin gera skálina að skartgrip fyrir heimilið og eru tilvaldar undir litla dýrmæta hluti, skart og annað. Eða undir t.d. sjávarsalt í matarborðið!

 

Myndir : Ferm Living

Ferm Living fæst hjá Epal

LITRÍK OG FALLEG HÖNNUN SEM GLEÐUR // STUDIO ABOUT

Skrifa Innlegg