fbpx

LITRÍK OG FALLEG HÖNNUN SEM GLEÐUR // STUDIO ABOUT

Hönnun

Studio About er spennandi danskt hönnunarmerki sem vakti athygli mína með litríkum og fallegum kúlulaga vösum fyrir blóm og afleggjara. Kúluformið einkennir vörumerkið og eru einnig fáanlegir litlir kúlu olíulampar og hangandi blómakúlur, ásamt hefðbundnum blómavösum, allt í björtum og fallegum litasamsetningum. Það er Dimm sem selur Studio About hér heima, en vörumerkið fæst víðsvegar í Skandinavíu, m.a. í Illum, Magasin og í Louisiana.

Sjáið þessa fegurð, þessar litríku kúlur undir afleggjara eru sérstaklega spennandi!

Myndir frá Instagramsíðu Studio About

 

BLEIKT VIPP ELDHÚS OG RUSLATUNNA Í STÍL : THE AMOUR EDITION

Skrifa Innlegg