fbpx

ÓSKALISTINN: MARS

Óskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni inniheldur eitthvað fallegt úr öllum áttum ♡

Það þarf ekki mikið meira en smá sólarglætu og þá er ég strax byrjuð að hlakka til vorsins og því eru nýir strigaskór ofarlega á listanum ásamt því að fataskápurinn þarf á smá uppfærslu að halda. Þessi hvíta peysa frá Andreu minni er svo falleg og ég er einnig í leit að flottum og þægilegum gallabuxum (sem ég passa í haha) … laxableikt naglalakk er ansi vorlegt og sjáið svo þennan æðislega marmarabakka sem vinkona mín sýndi mér í gær. Algjört augnakonfekt.

// 1. Hvít og sæt peysa, AndreA. // 2. Gyllt hnífapör eru alltaf klassísk, og það er kominn tími á mín, Dimm. // 3. Bleikur marmarabakki, Heimahúsið. // 4. Handklæði úr Iittala Oiva Toikka línunni, það er kominn tími á að skipta út handklæðum heimilisins og ég elska þessa línu! Ibúðin. // 5. Essie bleikt naglalakk vor’22. // 6. AD 100 er ótrúlega vegleg bók um arkitektúr og hönnun, Epal. // 7. Bubble gum ilmolía frá Areon – er svo spennt að prófa því ég elska vanillu ilminn frá þeim. Fæst á flestum Areon sölustöðum og m.a. Ramba, Fjarðarkaup og Nettó. // 8. Gallabuxur gallabuxur… þessar eru frá Vila. // 9. Bleikir strigaskór fyrir vorið? þessir eru fallegir, AndreA. // 10. Silfruð skeljaskál undir skartið, Póley. //11. Blómapottur á fæti, svo smart og einmitt kominn tími á umpottun! Dimm. // 12. Hlébarðakaffibolli já takk, Iittala Oiva Toikka línan. // 13. Gylltur hanki frá Ferm living, Epal.

Eigið góðan dag ♡

SKETCH Í LONDON HÆTTIR Í BLEIKA LIÐINU!

Skrifa Innlegg