fbpx

TÍSKUSKVÍSAN ELLEN DIXDOTTER SEM STÝRIR BÆÐI MALENE BIRGER & CAPPELIN DIMYR

Fagurkerinn

Hin danska Ellen Dixdotter er svo sannarlega eftirtektarverð – hún er ekki aðeins framkvæmdarstjóri hjá Malene Birger síðan í haust, þar sem systir hennar Maja Dixdotter var einnig ráðin inn sem listrænn stjórnandi. En þær systur eru stofnendur af einu heitasta mottumerkinu í Skandinavíu, Cappelin Dimyr. En yfir að Ellen aftur, ég elska að fylgjast með spennandi fólki á Instagram og hún er ein þeirra en þið getið fundið hana undir nafninu @ellendixdotter

Þar deilir hún myndum frá heimilinu sínu þar sem Cappelin Dimyr motturnar spila stórt hlutverk ásamt broti úr þeirra lífi og tískuinnblæstri. Fyrir áhugasama þá fást þessar gordjöss mottur hjá versluninni Dimm.

Myndir @ellendixdotter

DRAUMARÚMIÐ FRÁ AUPING - HVAÐ VERÐUR FYRIR VALINU?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    3. February 2022

    INSPO 😍