fbpx

EDEN OUTCAST // ÆÐISLEGT HÖNNUNARMERKI Á UPPLEIÐ

Hönnun

Eden Outcast er spennandi danskt hönnunarmerki með skemmtilegan stíl og litríkar vörur sem heilla. Áherslur Eden Outcast eru ólíkar mörgum öðrum merkjum sem leggja áherslu á mjög breitt vöruúrval og hraða framleiðslu en þau vilja frekar framleiða fáar og vel valdar vörur, með áherslu á hönnunarferlið og “slow design” hugmyndafræðina. Vörurnar frá Eden Outcast einkennast af fallegum smáatriðum, vönduðum efnum og einstökum formum. Ég er alveg heilluð af þessari litadýrð,

Það er Dimm sem er söluaðili Eden Outcast – sjá úrvalið hér

Nokkrar af þessum vörum virðast vera splunkunýjar og eru nú í forpöntun á vefsíðu Eden Outcast, það verður því gaman að fylgjast með þegar fleiri vörur bætast við í Dimm, ég er að minnsta kosti með augun á nokkrum hlutum ♡

SVÖRT BORÐSTOFA Á KLASSÍSKU HEIMILI

Skrifa Innlegg