fbpx

LÍFIÐ: KAFFESMEDEN

LÍFIÐ

Sundays are for coffee? Og í þetta skiptið var það ekki Sjöstrand sem varð fyrir valinu, ótrúlegt en satt.

Elsku litli bróðir minn og dásemdar kærastan hans keyrðu í 10 tíma frá Svíþjóð til að heimsækja okkur um helgina. Eins og svo oft áður (fleiri gestir hafa beðið um sömu heimsókn) þá óskuðu þau eftir að fá að heimsækja Kaffesmeden, sem er krúttlegt kaffihús sem ég held mig gjarnan á með tölvuna þegar ég vil gera örlítið vel við mig. Ef þú pantar þér Cappuccino á þessu heimilislega kaffihúsi þá gætir þú átt von á því að fá skreyttan kaffibolla með dýrum sem þú óskar eftir, en það fer alfarið eftir því hvort uppáhalds kaffilistamaðurinn sé á svæðinu. Mæli með!

Það er auðvitað löngu kominn tími til að ég segi frá þessu kaffihúsi hér á blogginu en ég hef oft birt myndir þaðan þó ég hafi ekki sérstaklega tekið það fram hvaðan þær eru. Hér er ekki bara hundur í bolla – heldur tekur hundurinn Mocca vel á móti manni, hún á heima þarna og GM var glaður að rekast á hana.

Æ ég elskaði þessa samverustund .. sjá ykkur.

Myndir eru minningar og Arna er sammála mér þar en hún á heiðurinn af flestum hér í færslunni.  Við Arna erum reyndar sammála um margt í þessu lífi – ég sé unga Elísabetu Gunnars í henni. Finnst ég eiga svolítið mikið í þessum ungu sænsku hjúum mínum.

Ennþá (alltaf) í Birkenstock ;) … fékk margar fyrirspurnir út í toppinn sem er því miður gamall úr ZÖRU.

Ég á fullt fullt af fleiri myndum frá helginni sem ég geymi á góðum stað. Vel heppnuð helgi í alla staði. Lesið meira um dagana okkar á blogginu hjá Örnu: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

Í HVAÐA SKÓM VERÐUM VIÐ NÆSTA SUMAR?

Skrifa Innlegg