fbpx

DRESS: LITASAMSETNING SEM ÉG ELSKA

AndreADRESSSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína: AndreA

DRESS…
Þó sumarið sé minn uppáhalds tími þá elska ég haustvörurnar og viðurkenni að ég hlakka til að nota fallegar ullarkápur á haustin.  Það sem ég elska við haustískuna í ár eru allir þessir “beige” og “camel”  litir eða þessir brúnu tónar.

Um helgina klæddist ég Notes Du Nord frá toppi til táar og valdi allar flíkurnar í sama lit.
Mér finnst flott að hafa allt samlitt en ákvað þó að poppa þetta aðeins upp með dass af rauðu (það klikkar seint)
Ég valdi því rauða tösku og rauða skó.
Beige & rautt ég elska þessa samsetningu.

Skórnir eru frá Karen Millen  en miðað við það sem ég sá á tískuvikunni þá verðum við allar í einhvernvegin svona opnum sandölum næsta sumar. :)  Þessir hafa fylgt mér í örugglega 14 ár, þeir hafa fengið góða pásu en ég ætla að viðra þá aðeins aftur núna.


ÞESSI KÁPA …..  Hvar á ég að byrja? ….
Til að gera langa sögu stutta kom þessi kápa til okkar 2016 í dökkbláu.  Ég hef sjaldað notað eina flík jafn mikið.  Hún er ekki bara ullarkápa heldur er hún líka fóðruð með thinsulate og þess vegna ótrúlega hlý og fullkomin fyrir íslenskar aðstæður.
Þar sem ég nota bláu kápuna mína svona mikið hefur mig dreymt um að eiga hana í öðrum lit og varð þess vegna ótrúlega glöð að sjá þessa kápu aftur í FW 19 línunni í þessum fallega drappaða lit <3
Sniðið er æðislegt, síddin og beltið já þetta er bara ótrúlega vegleg og vel gerð kápa í drauma lit.


Skart:
1. Þyrna keðja frá SystrP /AndreA
2. LUCKY nr #32 / AndreA
3. LoveLove / AndreA
4. Baunin / The bean væntanleg @AndreA


Kápa – Bolur – buxur: Notes Du Nord / AndreA
AA taska / AndreA
Skór: / Karen Millen (gamlir)
Hringur: / & Other stories
Sólgleraugu: Gucci / Optical studio

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

GARÐURINN AÐ GEFA <3

Skrifa Innlegg