fbpx

JÓLAPARTÝ YEOMAN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Yeoman á Skólavörðustíg

Ég held í eina af mínum hátíðar hefðum þegar ég sýni ykkur glæsilega jólalínuna frá Hildi Yeoman ár hvert. Í ár ætla ég að gera gott betur og standa vaktina í versluninni á Skólavörðustíg þegar blásið verður til veislu í vikunni. Lesið lengra! …

Byrjum á því að skoða línuna sem nefnist Raven og er innblásin frá Vestfjörðum og galdramenningu Vestfjarða. Hildur sjálf hafði þetta að segja um línuna:

“Við fundum hrafnaþulu sem hafði þau áhrif að maður gat talað við Hrafna og þeir gátu þá vísað manni á gull og gersemar sem þeir höfðu sankað að sér. Sá partur línunnar sem kom í verslanir fyrir jólin er vísun í glisgirni hrafnsins, en þessar flíkur eru skreyttar með kristöllum og steinum eða gerðar úr pallíettum. Fatnaðurinn hentar því einstaklega vel fyrir hátíðarhöldin sem framundan eru.”

Glamúr er orðið  sem kemur  upp í huga minn þegar ég fletti í gegnum myndirnar sem teknar voru af Kára Sverriss á dögunum – vá vá ég hlakka til!

Módel: Hekla Elísabet, Rósa og Urður
Makeup: Salóme
Stílisering: Anna Clausen

Sjón er sögu ríkari og því blæs verslunin til veislu í vikunni og ég er svo lánssöm að fá að bjóða í partýið sem Co-host. Sjáumst við þar?

Um er að ræða jólaboð á fallegustu götu Reykjavíkur og spáin er svo dásamlega jólaleg –  þið megið eiga von á hvítri og stilltri síðdegisstund á Skólavörðustíg þegar sólin sest.

Það er ekkert alvöru hátíðar-partý nema að fyrstu gestir séu leystir út með veglegum gjafapoka, ekki satt? Það má eiginlega segja að okkar gjafapoki hringi inn jólin.  Pokinn inniheldur rauðann jóla varalit frá Loréal, jólasokka frá Oroblu, konfekt frá súkkulaðimeistara Hafliða, sykurlaust appelsín frá Ölgerðinni, Blómate frá Yeoman, spennur í hárið og óskasteina. Já ég mæli með að mæta á slaginu sex ;)


Yeoman stendur fyrir mjög veglegu happdrætti sem er nú þegar byrjað, bæði í verslun og í netverslun, HÉR, þar sem maður fer sjálfkrafa í pottinn ef maður verslar.  Ég mun draga út heppna vinningshafa á fimmtudagskvöldið. Myndirnar að ofan gefa ykkur smá innsýn í þá vinninga sem við megum eiga von á að eignast en úrval gjafavörunnar hefur aldrei verið meira í versluninni – tilvalið tips til ykkar sem eruð í jólagjafapælingum.

 

HVAR: YEOMAN STORE / Skólavörðustíg 22 B
HVENÆR: Fimmtudaginn 12.desember
KLUKKAN HVAÐ: 18:00  –  20:00
VIÐBURÐUR Á FACEBOOK: HÉR

 

Hlakka svo mikið til að sjá ykkur í jólaskapi ekki á morgun heldur hinn <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Heilsa og fegurð er þemað í aðventugjöf númer tvö

Skrifa Innlegg