fbpx

Heilsa og fegurð er þemað í aðventugjöf númer tvö

BEAUTYSAMSTARF

Heilsa og fegurð er þemað í  aðventugjöf númer tvö sem unnin er í samstarfi við Bláa Lónið.


?ÍSLENSKT JÁ TAKK?

Vegna gríðalegs áhuga á nýju íslensku húðolíunni frá Bláa Lóninu þá valdi ég hana sem næstu aðventugjöf á Instagram hjá mér. Mig langaði að gefa þér og þínum tækifæri á að prufa vöruna og bæti svo um betur með því að hleypa ykkur í slökun í lóninu, eitthvað sem undirituð elskar ó svo mikið sjálf, og hvernig sem viðrar  …
Ég vil að þið finnið fyrir orkunni og auðlindunum sem eru ástæðan fyrir því að varan er til. Ég er sjálf búin að bera olíuna á mig öll kvöld síðan að ég fékk hana að gjöf fyrir mánuði síðan og gef henni góð meðmæli.

Varan inniheldur einstaka örþörunga Bláa Lónsins í blöndu með lífrænum olíum. Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á virkum efnum Bláa Lónsins og þar er að finna þörunga sem eru ekki til neins staðar annarsstaðar í heiminum. Mér finnst við svo lánssöm að eiga allar þessar einstöku auðlindir á Íslandinu góða. TrendNÝTT sagði ýtarlega frá innihaldi og efnum hennar HÉR fyrir áhugasama.

TAKIÐ ÞÁTT Í LEIKNUM Á INSTAGRAM HMEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: ER ÞETTA LAUGARDAGSLÚKKIÐ?

Skrifa Innlegg