fbpx

DRESS: ER ÞETTA LAUGARDAGSLÚKKIÐ?

DRESSLÍFIÐSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við H&M á Íslandi

Kannast þú við það að hafa of mikið fyrir stafni í desember? Sjálfri finnst mér ég stundum vera að kafna undan álagi og passa  mig þá að bakka eitt skref svo ég missi ekki af augnablikinu. Minnum okkur á hversu mikilvægt það er að njóta á aðventunni. Ef við þurfum að vera á hlaupum? Gerum það þá allavega með bros á vör!

Helgi Ómars spottaði þessa glöðu hátíðarkonu á dögunum, klædd í H&M – þessi samfella með púff öxlunum er til í verslunum þessa dagana og undirituð er sjúk í þetta lúkk, mæli með. Ég keypti mína í Danmörku en flíkin fæst auðvitað í öllum verslunum H&M á Íslandi.


Eyrnalokkar: H&M, Samfella: H&M, Buxur: H&M, Góða skapið: hugafar

Megum við klæðast gallabuxum í jólaboðin? Það má allt, hér paraði ég saman gallabuxur við glamúr samfellu, áberandi eyrnalokka og rauða lakkskó. Mér finnst útkoman ansi hátíðarleg. Það er um að gera að nota það sem við eigum fyrir inn í skáp við aðrar nýjar flíkur sem við leyfum okkur að eignast í desember. Það nægir oft að kaupa lítinn fylgihlut til að fullkomna hátíðar lúkkið.

 

PS. Ef ykkur líkar það sem ég deili á bloggið þá þætti mér vænt um að heyra frá ykkur undir “innlegg” af og til eða með því að smella á “líkar þetta” hér til hliðar. Það gleður mig alltaf að sjá hverjir fylgjast með.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SIENNA MILLER TJÁIR SKOÐANIR MEÐ KLÆÐNAÐI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Bergmann

    7. December 2019

    Fallega ljómandi þú x