Viðeigandi fyrirsögn?

ÆfingarHeilsaLífið

Á fimmtudaginn síðasta byrjaði ég daginn á góðri æfingu fyrir hádegi og hann endaði svo í ísbíltúr með vinkonum mínum – eins og svo oft áður. Þegar ég kom heim um kvöldið lá nýjasta tölublað MAN Magasín opið á eldhúsborðinu. Opnan innihélt viðtal sem bar fyrirsögnina:

Ísfíkill sem æfir allt að tvær klukkustundir á dag

Ég var búin að steingleyma að von væri á þessu viðtali við mig í júlítölublaðinu og fannst mjög fyndið að koma heim, eftir æfingu og ís, og sjá þetta. Fyrirsögnin á því mjög vel við! Ég æfi því mér finnst það bæði ótrúlega skemmtilegt og lætur mér líða vel en jafnvægi í bæði æfingum og mataræði er það sem heldur mér við efnið og er minn lykill að heilbrigðum lífsstíl.

Viðtalið er fastur liður í MAN Magasín þar sem spurt er út í heilsuvenjur ýmissa einstaklinga – hér eru mínar! (Smellið á myndirnar)

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

RVKfit

ÆfingarHeilsaLífiðRVKfit

Mig langaði aðeins að segja ykkur frá RVKfit enda er það líklega ein helsta ástæða þess að ég er komin hingað á Trendnet að blogga. RVKfit er hópur sem samanstendur af sjö stelpum sem hafa mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og deila því á Snapchat undir nafninu RVKfit.

Þessar sjö stelpur eru ég og vinkonur mínar en í grunninn erum við bara vinkonuhópur sem elskum að hreyfa okkur, borða góðan mat og hafa gaman. Við höfum flestar þekkst í nokkur ár og tengjumst á mismunandi hátt innbyrðis en í rauninni kynntumst við sem hópur í World Class þar sem við vorum allar að vinna og æfa. Þetta þróaðist út í það að við vorum allar í þjálfun saman og vorum að spamma okkar eigin snöpp með æfingamyndböndum og út frá því kviknaði sú hugmynd að prófa að opna snapchat-aðgang þar sem við myndum skipta dögunum á milli okkar og sýna frá æfingum, mataræði, daglegu lífi og öðru skemmtilegu. RVKfit snappið var lítil hugmynd sem vatt uppá sig og í dag er þetta stór partur af lífi okkar allra og höfum við fengið fullt af skemmtilegum tækifærum út frá þessu – bæði sem hópur og einstaklingar.

Fylgjendahópurinn okkar stækkar með hverjum deginum og það er ekkert smá skemmtilegt að fá hrós og skilaboð sem hvetur okkur áfram að halda áfram með snappið og gera fleiri hluti út frá því. Það að heyra að við höfum hvetjandi áhrif á aðra er enn meiri hvatning fyrir okkur sjálfar á æfingum! Þrátt fyrir að hafa allar verið vanar að æfa flesta daga og huga að heilsunni held ég að ég tali fyrir hönd hópsins að áhuginn hefur bara aukist eftir að við byrjuðum með snappið og erum við duglegar að prófa okkur áfram og læra nýja hluti í ræktinni. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn á snappinu sé heilbrigður lífstíll þá eru dagarnir okkar ólíkir enda erum við fjölbreyttur hópur af sjö stelpum með mismunandi líf og áhugamál. Ég held að fólk tengi við okkur allar á mismunandi hátt og það er akkúrat það sem gerir þetta fjölbreytt og skemmtilegt.

,,Heilbrigður lífsstíll er í okkar huga góð blanda af hollu matarræði ásamt reglulegum æfingum en við í RVKfit einblínum á jafnvægi bæði hvað varðar mat og æfingar. Það sem einkennir RVKfit er að hópurinn er fjölbreytt blanda af ósköp venjulegum stelpum sem lifa hvorki við öfgar í æfingum né mataræði. Hjá okkur skiptir jafnvægið höfuðmáli en heilbrigður lífsstíll er eitthvað sem þarf að geta viðhaldist ævilangt.”

Auk snappsins erum við með Facebooksíðu þar sem við reynum að vera duglegar að setja inn uppskriftir, æfingar og annað af snappinu þar sem það er aðgengilegt lengur en í 24 tíma.

Mig langar að kynna ykkur betur fyrir stelpunum og gera það að vikulegum lið í sumar hér á blogginu – en þangað til getið þið “kynnst” þeim og fylgst betur með okkur á snappinu. Það að eiga vinkonur sem hafa sama áhugamál er virkilega dýrmætt og einn skemmtilegasti tími dagsins er að mæta á æfingu þar sem félagsskapurinn eru bestu vinkonurnar!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

Rassaæfing nr. 2

ÆFING DAGSINSHREYFING

Ég bloggaði um þessa rassaæfingu þegar ég tilheyrði M-X-K blogginu.

Þessi æfing er ótrúlega góð og tekur vel á rassvöðvunum. Fyrir mitt leyti tekur þessi æfing meira á en sú sem maður á í raun og veru að gera í tækinu.

IMG_2103

IMG_2101

IMG_2102

Það er voðalega gott að fá Írisi vinkonu með mér í svona ræktarverkefni, enda er hún þrælklár íþróttafræðingur.

Eins og svo oft er mjög mikilvægt að hafa bakið beint.. við viljum ekki sjá hokinn kroppinnbak. Kviðurinn á einnig að vera vel spenntur.

-Gerið æfinguna rólega
-Engar sveiflur

Við vinkonurnar gerðum 3*20, með ca. 25-35 pund.

Það skiptir ofsalega miklu máli að fara varlega, út af baki og öðru… svo gefið ykkur tíma í æfinguna í stað þess að keppast við ekkert.

Enjoy,

xxx

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Kviðæfing

ÆFING DAGSINSHREYFING

Ég fékk Tinnu Rún Svansdóttur til að sýna okkur eina góða kviðæfingu. Tinna Rún stundar einkaþjálfaranám í ÍAK, en það er eitt ítarlegasta einkaþjálfaranám sem er í boði á Íslandi.

Þessi kviðæfing er mjög einföld en krefjandi. Æfingin er sýnd í þremur hreyfingum og frá þremur sjónarhornum.

IMG_0091

IMG_0098

IMG_0088

IMG_0104

IMG_0105

IMG_0106

IMG_0101

IMG_0102

IMG_0089

-Standið í ca. 2-3m fjarlægð frá tækinu
-Hafið axlarbreidd milli fóta
-Ekki læsa hnjám
-Standið bein í baki
-Hafið hæfilega þyngd sem þið ráðið við. Mikilvægt er að hafa ekki of þungt vegna baksins.
-Verið viss um að halda góðri spennu í kvið til að missa ekki réttstöðu baksins.
-Upphafsstaða æfingar er þegar þið haldið trissunni rétt fyrir neðan brjóst, munið að hafa axlir slakar.
-Réttið hendur beint fram í axlarhæð, og munið að fara ekki fyrir ofan axlarhæð.
-Hver endurtekning ætti að taka um 3 sekúndur, svo það er fínt að telja með.
-Það er misjafnt hve margar endurtekningar henta fólki, en yfirleitt tek ég 3×12, 3×15 eða 3×20.
-Gerið æfinguna fyrir báðar hliðar, því æfingin tekur vel í hliðarnar sem og kviðinn.
-Einnig má sleppa því að draga trissuna að brjósti og halda henni frekar í beinni línu út frá öxlum, eins og sýnt er á mynd 3 í hverju holli. Þá er gott að halda kyrri stöðu í um 10-20 sekúndur. Það tekur líka verulega á.

Njótið vel, þessi kviðæfing er alveg málið!

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Verzlunarleiðangur

HEILSAHOLLUSTA

20131011-123435.jpg

Missti mig aðeins í gær í innkaupunum..

… og svo verð ég að fá að deila nokkrum einstaklega áhugaverðum punktum frá Omega 3 ráðstefnunni sem ég fór á.

Niðurstaðan í sinni einföldustu mynd: taktu inn Omega 3… daglega, allt þitt líf og líka á meðgöngu.

Á næstunni fara svo að koma inn almennilegir heilsupóstar.. þeir eru bæði hvetjandi fyrir mig og vonandi ykkur. Hvernig lýst ykkur á það? Smellið endilega á hjartað ef ykkur þykir það skemmtilegt! Gott & gaman að sjá hvar áhuginn liggur.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

BLOWFISH – undra þynnkulyf

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Föstudagur… eða F L Ö S K U D A G U R eins og sumir vilja meina.

Sjálf verð ég róleg um helgina..

*Vinna
*Spinning & lyftingar
*Hitta vini
*Kökuboð
*Lesa nýju hlaupabókina “ÚT AÐ HLAUPA”
*Fara á Lemon.. lífið er tómlegt án Spicy Chicken

En þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem kjósa að leggja sér alkóhól við munn um helgina sem og aðrar helgar. Það er víst ekki svo óalgeng ákvörðun Íslendinga þegar líða tekur að föstudags- og laugardagskvöldi.

Vinur minn mælti með þessum undra þynnkutöflum í sumar..

BLOWFISH

blowfish-hangover-pill

Blowfish-Hangover

… what can I say? Þær þrææææælvirka.

Á skalanum 1-10 gef ég þessu 9,5. Ég gef þessu ekki 10 því maður finnur jú alltaf eilítið fyrir syndum gærdagsins, en BLOWFISH er þrusugott þynnkulyf..

… eins og svo oft áður er þetta keypt í USA & því augljóslega ekki hlaupið að því að næla sér í einn pakka… en þið vitið þá allavega af þessu undradóti & getið keypt ykkur í næstu USA-ferð, ef þið eigið leið þangað.

Blowfish contains a powerful combination of aspirin and caffeine that takes care of your headache and wakes you up. The effervescent formula is gentle on your stomach, and the tablets dissolve into a lemon-flavored drink that helps you rehydrate. Most people say they feel better in about 15 minutes. Blowfish has come out as the top pick in every hangover remedy test we’ve been a part of.

Lesa má meira hér um BLOWFISH.

Fæst: í öllum helstu dröggum (e. drugstore), t.d CVS, Walgreens, Duane Reade.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

08.10

PERSÓNULEGT

iPhoto Libraryy

Sorry guys, ég á mjög erfitt með að skella inn speglamynd af sjálfri mér..

Ég fæ kjánahroll yfir sjálfri mér en ég fór ein í ræktina & gat ómögulega beðið einhvern annan í ræktinni um að taka mynd af mér, það hljómar enn verra en sjálfsmyndin. Haha.

Allavega, ég vígði Power in Pink bolinn í dag & það er hér með staðfest með þessum myndum.

Ég er semi að bilast á þessu lélega formi mínu – ég var svo mikill slugsi í sumar & er heldur betur að fá að finna fyrir því núna. Ég skal koma mér upp úr þessari endalausri leti & verð því að hætta að taka afa á þetta.

En bolurinn, er hann ekki fínn?

Haldið áfram að taka þátt í leiknum. Sjá má færsluna um hann hér.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

30 day plank challenge

HREYFING

Screen Shot 2013-10-04 at 6.42.38 PM

 

Hey, hvað segiði um að taka þátt í þessari áskorun með mér?

Ég ætla að byrja, og ég byrja þá á morgun!

Sá þessa skemmtilegu áskorun hjá FB-vinkonu.

Ég er í svo arfaslöku formi, að mér lýst ekkert á blikuna. Um daginn rétt gat ég mínútu í venjulegum planka sbr. næstum 3 mínútur sem ég náði um jólin, og þá með ýmsum útfærslum.

ÁFRAM ÉG & ÞIÐ.

Þetta er án gríns, lang lang langbesta kviðæfingin sem við getum gert.  Að mínu mati finnst mér þetta mánaðarplan mjög raunhæft, og því engin afsökun fyrir mig til að vera ekki með.

Katie couchpotato kveður..

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Sætkartöfluborgari

HEILSAHEILSURÉTTIRHOLLUSTA

IMG_4516

IMG_4508

Haldiði ekki að ég hafi loksins eldað mat! Þvílíki lúxusinn sem hefur verið á okkur undanfarna mánuði.

Mjög einfaldur kvöldmatur en virkilega góður. Bæði sætkartaflan og borgarinn voru elduð á George Foreman grilli.

Á borgaranum:
Avocado
Gúrkur
Klettasalat
Gul papríka
Rauðlaukur
BBQ sósa

Eftirréttur:
2 CLA töflur

1384392_10202074626209413_2023819402_n

01.10.13

FÆÐUBÓTAREFNI

IMG_4501

Þið eigið eftir að sjá nóg af póstum frá mér um NOW vörumerkið..

Ég er einstaklega hrifin af vörumerkinu.. og það eru svona 50 ástæður fyrir því. Ég er á hraðferð í ræktina svo skemmtilegar staðreyndir um fjölskyldufyrirtækið NOW fá að bíða betri tíma.

Best að drekka próteinið í flýti & fara út. Var samt að taka eftir því að það er örlítið gat á uppáhaldsræktarbuxunum mínum, á versta stað, afturendanum.. æi whatever, ég fer bara í þeim. Ég er nokkuð viss um að allir hinir í ræktinni séu með rasskinnar líka.

… hvernig finnst ykkur nýja undirskriftin mín? : – )

1384392_10202074626209413_2023819402_n