fbpx

ÉG KOMST ALDREI Í RÆKTINA

Ég komst aldrei í ræktina fannst mér.  Enginn tími hentaði mér, ekki kl. 8 eða 9 á morgnana, hvað þá klukkan fimm (17:00) & ekki kemst ég í hádeginu. Jú ég veit ég að ég gæti vaknað kl. 6 í prinsippinu en í alvöru þá get ég það ekki.
Í heimi þar sem mér finnst ég alltaf í kappi við tímann þá átti ég erfitt með að finna tíma sem hentaði mér.

Erna vinkona hringdi í mig og spurði “viltu koma í geggjaða pilates barr tíma í heitum sal?”
Ég “klukkan hvað?”
Erna “klukkan níu”
Ég “Nei ég kemst ekki þá ég er að vinna”
Erna “Nei níu á kvöldin, þú veist 21:00”
Ég “uuuuuuuuu” 🤔 þá er ég ekki að gera neitt, ekkert sem skiptir máli a.m.k…. Búin að vinna, elda & ganga frá …. mögulega á leið í sófann, ég fann engar afsakanir.

Mesta “LIFE HACK”  fyrir mig er að fara á kvöldin, bæði eru tímarnir erfiðir og í heitum sal, ég get ekki lýst tilfinningunni að fá svo að fara beint heim og upp í rúm eins og hægeldað lambalæri eftir tíma.
Mæli svo innilega innilega með.

Eftir nokkur ár utanveltu, ekki að finna mig almennilega í neinu þá verð ég að mæla með þessum tímum hjá Karitas, Infra pilates & Barre Mix & In shape hjá Gerðu. Þær eru auðvitað með tíma á morgnana og daginn líka fyrir allar A týpurnar þarna úti 😁
Mitt drauma kombó væri að fara á mánudags og miðvikudags kvöldum í Pilates Barr og í In shape á laugardagsmorgnum.
Þær eru ekki bara með skemmtilega tíma & skemmtilega tónlist, salurinn er líka fullur af skemmtilegum konum, þetta er pínu eins og að fara út að skemmta sér 💃 🏋🏻‍♀️🧘🏻‍♀️

Eins og sést er ekki nokkur leið að taka fína mynd eftir svona tíma en kófsveitt gleðin leynir sér ekki. (sorry með myndina stelpur)

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

KEKB BAK VIÐ TJÖLDIN

Skrifa Innlegg