ÚT AÐ HLAUPA

FRÁ TOPPI TIL TÁARLÍFIÐ

UPPFÆRT
TAKK allir fyrir þáttökuna hér að neðan. Getum við stofnað hlaupahóp og farið allar saman hring við tækifæri?
Með hjálp random.org hef ég loksins dregið út vinningshafa og er sú heppna Dóra Sif Sigtryggsdóttir

“Dóttir mín, Hulda Björg Hannesdóttir eða “aldamótarbarnið”eins og íþróttafréttamenn kalla hana, spilar fótbolta með Þór/KA á Akureyri – æfir mjög mikið þannig að þvottavélin hefur vart undan – myndi vilja gefa henni þetta dress ekki skemmir að hún er sjúk í NIKE

_________________

Þetta æfingadress getur orðið þitt!

 

Ég elska þennan tíma árs þegar kemur að hreyfingu. Útihlaup í blíðviðri er mín uppáhalds hreyfing og ég nýti hvert tækifæri til slíks. Ég hef áður rætt það á blogginu hvað hlaup gerir mikið fyrir andlega þáttinn. Þar hreinsa ég höfuðuð og nýt þess að vera til. Á hlaupum fæ ég líka mínar bestu hugmyndir.

Þetta vorið hleyp ég í nýjum hlaupaskóm frá H verslun sem ég heimsótti í byrjun árs. Einhverjir fylgdust með þeirri heimsókn á Instagram story hjá mér.  H verslun er netverslun sem áður hét Nike verslun en skipti um nafn þegar vefsíðan H Magasín opnaði fyrir nokkru síðan.

Þó það hljómi kannski skringilega þá er það staðreynd að maður er duglegri að æfa þegar maður klæðist nýjum æfingafatnaði. Það er eitthvað við það sem gefur smá auka kraft og gleði. Ég ætla því að gefa einum heppnum lesanda tækifæri á að upplifa það.

Í samstarfi við Nike á Íslandi gef ég eitt heildarlúkk – frá toppi til táar – í stíl við það sem ég hef verið að hlaupa í undanfarið. Persónulega vel ég einfaldann íþróttafatnað – beisik er best þar eins og annarsstaðar ;)
Ég valdi úr netverslun hárbönd, aðhaldstopp, hlýrabol, bestu buxur, hlaupaskó, sokka og brúsa. 7 Nike vörur að verðmæti 60.000 krónur (!!)

Sjálf á ég svarta bolinn og sömu skó sem ég get vel mælt með eftir að hafa hlaupið í þeim í nokkra mánuði núna.
Þið ættuð að hafa rekist á það hjá mér á Instagram story (@elgunnars).

 

LEIKREGLUR

1. Skrifaðu komment við færsluna að neðan – væri gaman að heyra hvort þú stundir hreyfingu? Og ef svo er hvaða hreyfing hentar þér best?
2. Smelltu á Facebook “deila” hnappinn niðri til hægri.
3. Ert þú að fylgja Elísabet Gunnars á Facebook: HÉR og á Instagram: HÉR (ekki skilyrði til að vera með en mér þætti vænt um að sjá ykkur þar)

Ég dreg út heppinn lesenda á föstudag (16.júní) <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

RVKfit

ÆfingarHeilsaLífiðRVKfit

Mig langaði aðeins að segja ykkur frá RVKfit enda er það líklega ein helsta ástæða þess að ég er komin hingað á Trendnet að blogga. RVKfit er hópur sem samanstendur af sjö stelpum sem hafa mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og deila því á Snapchat undir nafninu RVKfit.

Þessar sjö stelpur eru ég og vinkonur mínar en í grunninn erum við bara vinkonuhópur sem elskum að hreyfa okkur, borða góðan mat og hafa gaman. Við höfum flestar þekkst í nokkur ár og tengjumst á mismunandi hátt innbyrðis en í rauninni kynntumst við sem hópur í World Class þar sem við vorum allar að vinna og æfa. Þetta þróaðist út í það að við vorum allar í þjálfun saman og vorum að spamma okkar eigin snöpp með æfingamyndböndum og út frá því kviknaði sú hugmynd að prófa að opna snapchat-aðgang þar sem við myndum skipta dögunum á milli okkar og sýna frá æfingum, mataræði, daglegu lífi og öðru skemmtilegu. RVKfit snappið var lítil hugmynd sem vatt uppá sig og í dag er þetta stór partur af lífi okkar allra og höfum við fengið fullt af skemmtilegum tækifærum út frá þessu – bæði sem hópur og einstaklingar.

Fylgjendahópurinn okkar stækkar með hverjum deginum og það er ekkert smá skemmtilegt að fá hrós og skilaboð sem hvetur okkur áfram að halda áfram með snappið og gera fleiri hluti út frá því. Það að heyra að við höfum hvetjandi áhrif á aðra er enn meiri hvatning fyrir okkur sjálfar á æfingum! Þrátt fyrir að hafa allar verið vanar að æfa flesta daga og huga að heilsunni held ég að ég tali fyrir hönd hópsins að áhuginn hefur bara aukist eftir að við byrjuðum með snappið og erum við duglegar að prófa okkur áfram og læra nýja hluti í ræktinni. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn á snappinu sé heilbrigður lífstíll þá eru dagarnir okkar ólíkir enda erum við fjölbreyttur hópur af sjö stelpum með mismunandi líf og áhugamál. Ég held að fólk tengi við okkur allar á mismunandi hátt og það er akkúrat það sem gerir þetta fjölbreytt og skemmtilegt.

,,Heilbrigður lífsstíll er í okkar huga góð blanda af hollu matarræði ásamt reglulegum æfingum en við í RVKfit einblínum á jafnvægi bæði hvað varðar mat og æfingar. Það sem einkennir RVKfit er að hópurinn er fjölbreytt blanda af ósköp venjulegum stelpum sem lifa hvorki við öfgar í æfingum né mataræði. Hjá okkur skiptir jafnvægið höfuðmáli en heilbrigður lífsstíll er eitthvað sem þarf að geta viðhaldist ævilangt.”

Auk snappsins erum við með Facebooksíðu þar sem við reynum að vera duglegar að setja inn uppskriftir, æfingar og annað af snappinu þar sem það er aðgengilegt lengur en í 24 tíma.

Mig langar að kynna ykkur betur fyrir stelpunum og gera það að vikulegum lið í sumar hér á blogginu – en þangað til getið þið “kynnst” þeim og fylgst betur með okkur á snappinu. Það að eiga vinkonur sem hafa sama áhugamál er virkilega dýrmætt og einn skemmtilegasti tími dagsins er að mæta á æfingu þar sem félagsskapurinn eru bestu vinkonurnar!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

KOMDU Í COLOR RUN

LÍFIÐ

UPPFÆRT

Með hljálp random.org hef ég dregið út nokkra lesendur til að gleðja með miðum í hlaupið. Það var ánægjulegt að sjá að allt eru þetta mæðgur sem ætla sér saman rétt eins og ég og mín dóttir.

Berglind Sigurgeirsdóttir og Emilíana
Úlfhildur Guðjónsdóttir og Kristín Hanna
&
Lovísa Hannesdóttir og Andonía Eir
til hamingju með miðana! Hlakka til að sjá ykkur eldhressar á hlaupabrautinni ;)

Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

____

 

Ég fór út að skokka í gær og ætla aftur í dag, enda komin í gír eins og ég nefndi um helgina. Það virðist sem allt sé orðið grænt í umhverfi mínu og það gerðist á einu augabragði, mér til mikillar gleði.

hlaup

Annars mun ég hlaupa eitthvað meira í sumar ….

Eitt af skemmtilegri viðburðum sumarsins er handan við hornið – Litahlaupið ! Ég held að hreyfing gerist ekki mikið skemmtilegri .. og við mæðgur bíðum mjög spenntar. Miði í hlaupið var eitt af afmælisgjöfum heimasætunnar sem finnst þetta hrikalega spennandi. Við erum nefnilega svo heppnar að vera á landinu að þessu sinni en vorum það ekki í fyrra þegar við fylgdumst með úr fjarksa.

The Color Run er ekki eins og venjuleg hlaup því það er engin tímataka og enginn að reyna að vera fyrstur í mark. Þetta er mikið meira skemmtun fyrir alla fjölskylduna og það skiptir engu máli hvort maður sé vanur hlaupari eða ekki – hver og einn tekur hringinn á sínum hraða.
Þetta er kallað Litahlaupið vegna þess að litum er úðað yfir keppendur á hlaupaleið sinni og þegar komið er í mark þá er maður útbaðaður litum frá toppi til táar.

804012V2-150119235

Eftirpartýíið er síðan haldið í Hljómskólagarðinum og er ekki af verri endanum. Þar verður Páll Óskar í aðalhlutverki ásamt plötusnúðum og dönsurum.

Ég á nokkra miða sem ég má gefa áhugasömum lesendum.  Viltu koma út að hlaupa, með mér, og öllum hinum? Hvern myndir þú taka með þér? Í fyrra varð uppselt.

 Leik er lokið.

Það sem þið þurfið að gera til að vinna miða:

1. Skrifa komment á þessa færslu með fullu nafni og nafni á þeim sem þið mynduð bjóða með ykkur
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn á þessari færslu hér niðri til hægri.

Ég dreg út vinningshafa á miðvikudagskvöld (04.05.16) !

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AFTUR Í GÍRINN

LÍFIÐ

English Version Below

Loksins loksins loooksins er ég byrjuð að hreyfa mig aftur eftir barnsburð. Ég er alls ekkert “all in” en ég er allavega byrjuð. Klöppum fyrir því!
Í góðu veðri hef ég tekið létt útiskokk en þess á milli heimsæki ég ræktina (já, eða æfi hér heima.)

IMG_6776
Bolur: Adidas, Buxur: Lindex

IMG_6886

Buxur: Lindex, Skór: Adidas

IMG_6884
Adidas Ultra Boozt hlaupaskór frá því í fyrra –

IMG_6916

Ég er heppin að vera með hlaupavöll nánast í bakgarðinum, þó mér finnist miklu skemmtilegra að hlaupa í skóginum, sem er ekki langt undan –

IMG_6885

Fallega útsýni. Svanur vinur minn á sínum stað –

 

Hlaup er alltaf lang mest í uppáhaldi eins og ég hef áður sagt frá hér á blogginu. Þar hreinsa ég hugann og fæ líka bestu hugmyndirnar. Með lítinn strump á heimilinu er það ekki alltaf raunhæfur kostur en þá er bara gert gott úr hlutunum og æft hér heima – með nýja æfingafélaganum.

 

Það er skemmtilegra að æfa í nýjum æfingafötum. Takk Adidas fyrir það.

Toppur: Adidas, Buxur: Adidas, Skór: Adidas Ultra Boozt

IMG_5599

Þessa mynd birti ég á Instagram fyrir viku síðan þegar laugardagsleikfimin var tekin heima.

IMG_6232
Besti einkaþjálfarinn. Ég var í kappi við tímann á meðan að Manuel hélst góður.
IMG_6778

Stundum er þetta erfitt fyrir þreytta móður –

 

//

Finally! I am back on track with some training after little Manuel came to the world. I am not all in, but I am slowly getting in better shape.
My favorite is to go out running and clear my head, I also get my best ideas there. But unfortunately it is not always possible and then I have to visit the “home-gym” with the my little personal trainer – Manuel. I have to use the minutes while he is quiet.

It’s always more fun to train in new clothes. My gear above is a mix of Adidas and Lindex. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚT AÐ HLAUPA

LÍFIÐ

Það er margt mjög gott við sumartímann, en eitt af því besta eru útihlaupin. Hreyfing sem slík nærir mig öðruvísi en önnur hreyfing, auðvitað á líkamlegan hátt en ekki síður andlega háttinn. Ég hef áður sagt ykkur að mínar hugmyndir koma upp í kollinn á hlaupum, ég hlusta einungis á rólega tóna á meðan ég skokka hringinn og stundum alls enga tóna – sumum finnst það sérstakt. Ekki mér ..
Á hlaupum færðu nefnilega allan þann frið sem þú óskar eftir, þínar mínútur – sama hversu margar þær eru. Ég kann virkilega vel að meta hverja einu og einustu.

Í sumar hef ég ekki hlaupið jafn mikið og síðustu ár en eitthvað hef ég hreyft lappirnar. Á Íslandi heimsótti ég reglulega World Class en hér heima æfi ég meira utandyra.  Fallegt útsýni og nýjir hlaupaskór bjóða ekki uppá annað en ég haldi dampi ; )

imageKöln ..

17
Skór: Adidas Ultra Boost
Þetta sumarið er ég vel skóuð í einum bestu hlaupaskóm sem ég hef átt ..

16 15 14 13
Draumurinn í bakgarðinum ..
11 Reykjavik ..
_

Reykjavíkurmaraþonið nálgast óðum. Eru ekki allir búnir að skrá sig? Ég er að vinna í því að finna út hvern ég ætla að styrkja þetta árið: HÉR

Allir út að hlaupa. Eigið góðan dag,

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ

DAGSINSLÍFIÐ

Helgin var með öllu móti góð í vorveðrinu hér í Þýskalandi. Nú fer að nálgast vinnuferð til Íslands hjá mér og að mörgu að huga. Það besta sem ég geri á háannartímum er þetta …. hugleiðing með sjálfri mér á meðan ég stunda yoga í svefnherberginu – eitt af mínum áramótaheitum.

Þetta er útsýnið:

11040801_10152775403117568_1080284782_n

Kerti: Völuspá/Kastania, Buxur: Lindex, Yoga: Adriene

Munum að huga að sjálfinu. Vonandi áttuð þið góða helgardaga.

Namaste.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

CW-X BUXUR

ANDREA MÆLIR MEÐHEILSURÆKTÍ UPPÁHALDIUMFJÖLLUNWORLD CLASS

Uppáhalds flíkin mín í ræktina þessa stundina eru æfingabuxur frá CW-X. Þessar buxur eru gæddar miklum eiginleikum og eru þægilegar fyrir allan peninginn.

Processed with VSCOcam with f2 preset

CW-X íþróttafatnaður er hannaður til að bæta frammistöðu og draga úr hættu á meiðslum. Buxurnar eru þröngar og þar af leiðandi með þéttan þrýsting sem örvar blóðflæði og styður við helstu vöðva og liðamót þar sem álagið er mest við hreyfingu. Eiginleikar buxnanna stuðla einnig að hraðari upphitun, auknu úthaldi og flýta fyrir endurnýjun orku.

Ég sjálf æfi ekki það mikið að ég þurfi á öllum þessum eiginleikum að halda í æfingabuxum. En eftir að buxurnar urðu mínar finnst mér langbest að æfa í þeim, sérstaklega þegar ég hleyp því þær veita svo góðan stuðning.

Þó að buxurnar séu í grunninn hlaupabuxur er mjög algengt að fólk noti þær í alls kyns íþróttum líkt og skíðum, fótbolta og crossfit. Ég veit líka um marga sem finnst þægilegt að klæðast buxunum í flugi.

IMG_0692

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

cwx

CW-X buxurnar fást í Útilíf, Sportlíf, CR Reykjavík, Inter Sport og Afreksvörum- og ég mæli svo sannarlega með :-)

xx

Andrea Röfn

Bolurinn sem ég er í er frá YAS – segi ykkur frá því merki innan skamms. Skórnir eru Nike Free Flyknit frá Nikeverslun.is, mæli með þeim.

INS(TA)PIRATION – SJANA ELISE

FerðalögHreyfingInstagram

Það eru líklegast fleiri en ég búin að borða yfir sig um hátíðirnar og komin með nóg af sukki og sælgætisáti. Ég er alveg örugglega ekki heldur sú eina sem er búin að setja sér markmið fyrir árið 2015 en stundum vantar samt smá spark í rassinn til að koma sér af stað. Ég er með nokkra instagrammara sem minna mig reglulega á heilsu og líkamsræktarmarkmiðin sem ég hef sett mér og má ég því til með að deila einni mjög góðri hérna með ykkur. Sú heitir Sjana Elise Earp og er tvítug skvísa frá Ástralíu. Hún lýsir sjálfri sér sem “adventure seeking, sunshine eating, happy being, yoga doing, travel & lifestyle photojournalist” – og samkvæmt myndunum lýsir þetta henni mjög vel. Það er alveg örugglega búið að eiga við myndirnar í photoshop og fínpússa þær hér og þar, en það er samt ekki hægt að taka það af henni Sjönu að hún er í svakalegu formi, kattliðug og með afar fallegt bros :-)

Það er erfitt að ímynda sér að það sé sól og sumar einhversstaðar á hnettinum þessa stundina en þessar fallegu myndir lífga svo sannarlega upp á kalda janúardaga – og minna okkur í leiðinni á að hreyfa okkur og hlúa að líkama og sál ( og að sólin er ennþá til !!!! ). Fyrir fleiri myndir kíkið HÉR og á insta finnið þið hana undir nafninu sjanaelise.

HJÓLA

LÍFIÐ

Eitt af því besta við að vera komin aftur í frönsku rútínuna er þetta ….  núna hjóla ég á milli staða frekar en að taka bíl eins og ég gerði á Íslandi.

photo 2

Húfa: H&M, Vesti: Ra-Re

photo 1

Trefill: Útsölukaup frá Monki, Kápa: Zara, Buxur: Selected Femme, Skór: Zara, Húfa: Cheap Monday

Frískandi fyrir lungu og sál. Mæli með.

xx,-EG-.

Rassaæfing nr. 2

ÆFING DAGSINSHREYFING

Ég bloggaði um þessa rassaæfingu þegar ég tilheyrði M-X-K blogginu.

Þessi æfing er ótrúlega góð og tekur vel á rassvöðvunum. Fyrir mitt leyti tekur þessi æfing meira á en sú sem maður á í raun og veru að gera í tækinu.

IMG_2103

IMG_2101

IMG_2102

Það er voðalega gott að fá Írisi vinkonu með mér í svona ræktarverkefni, enda er hún þrælklár íþróttafræðingur.

Eins og svo oft er mjög mikilvægt að hafa bakið beint.. við viljum ekki sjá hokinn kroppinnbak. Kviðurinn á einnig að vera vel spenntur.

-Gerið æfinguna rólega
-Engar sveiflur

Við vinkonurnar gerðum 3*20, með ca. 25-35 pund.

Það skiptir ofsalega miklu máli að fara varlega, út af baki og öðru… svo gefið ykkur tíma í æfinguna í stað þess að keppast við ekkert.

Enjoy,

xxx

1384392_10202074626209413_2023819402_n