fbpx

HREYFING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

HREYFINGLÍFIÐ

Namaste …

Ég hef verið að dugleg að minna á það í nokkur ár hvað hreyfing sé mikilvæg fyrir líkama og sálþ Bara hálftími skiptir sköpum og gefur svo mikla auka orku í verkefni dagsins.

Ég finn að með því að gefa mér þessa dýrmætu stund, sama hvað er mikið að gera, þá bæði næ ég að áorka meiru, hugsa skýrar, er þolinmóðari, verð betri mamma, eiginkona, fyrst og fremst betri útgáfa af sjálfri mér. Svona hleðsla er algjört must í minni rútínu og ég mæli með að þú reynir að koma því fyrir í þinni líka.

Ég er ekki með bakgrunn í íþróttum, þegar ég var barn stundaði ég leiklist og söng – fann mig meira á listræna sviðinu þó ég hafi prufað ýmislegt annað. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég fann mig loksins á þessu sviði og þá var ekki aftur snúið, ég elska að hreyfa mig. Mér finnst mikilvægt að hafa hreyfingu allskonar og reyni að stunda jóga, fara í ræktina (sakna World Class þegar ég er úti, hér er ekki eins næs) og eins og þeir sem fylgja mér á Instagram vita þá eru útihlaup mitt go-to og gefur mér hvað mest. Útiveran er bara svo einstök og gefur mér miklu meira en æfingar inni.  Í því samhengi vil ég líka hvetja fólk til að ganga á milli staða sé það möguleiki, sérstaklega þeir sem búa á Íslandi og eru fastir í þeim vana að nota alltaf bílinn. Löbbum meira á milli staða – hreinsum hugann – öndum að okkur orku, hún er auðvitað hvergi betri en einmitt á elsku klakanum okkar.

Nýtt uppáhald hjá mér þetta haustið er WithSara, gömul skólasystir mín opnaði þessa síðu í vor og ég er svo ánægð  með að  hafa prufað æfingarnar hennar – búist samt við sviða í vöðvum og að geta mögulega ekki gengið daginn eftir haha .. það sýnir kannski líka ágætlega hvaða formi ég er í. Þó ég hreyfi mig reglulega þá er ég aldrei í neinni keppni eða ætla mér stóra hluti – ég hreyfi mig fyrir andlegu heilsuna númer  1 2 og 3 – líkamleg heilsan skiptir líka að sjálfsögðu máli og það kemur auðvitað samhliða, þetta helst í hendur.

Hálftími, bara hálftimi … þó það sé ekki nema rösk ganga, smá hlaup, yoga, bara eitthvað sem hentar þér  – ég skal lofa þér því að það á eftir að gera þér gott.

Koma svo <3 það er aldrei of seint að byrja.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: ALLT ER VÆNT SEM ER GRÆNT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    8. September 2020

    ???