fbpx

ER SJÓSUND BEST Í HEIMI?

HEILSAHEILSA

Eitt af markmiðum mínum 2020 var að byrja að stunda sjósund. Vinkonur mínar sem lesa þetta hrista örugglega hausinn yfir því að ég sé að mæla með slíku því ég er algjör skræfa og fer t.d. aldrei í kalda potta eða slíkt. En það er eiginlega þess vegna sem ég er að skrifa þennan póst, fyrir fólk eins og mig sem horfir á hina og hugsar “vá hvað hann/hún er geggjuð að láta sig hafa þetta og gera það reglulega!”.

Ég manaði mig upp í ískalda dýfu í Noregi í nóvember og ég hef smá verið með það á heilanum síðan, langar svo að fara að stunda þetta meira. Ég hefði aldrei trúað því hvað svona kuldi gerir mikið fyrir mann, ég fékk bæði andlega og líkamlega vellíðan eftir þetta og svo var þetta einhvers konar pepp fyrir sjálfstraustið. Ég hugsa þó að ég verði alltaf að hafa heita gufu í nálægð eins og var í Osló. Það sem hentaði líka svo vel þar var að það var ekki aftur snúið þegar ég loksins lét mig hafa það að hoppa af bryggjunni (komin með fullt að ókunngum aðdáendum sem hvöttu mann áfram í fjarlægð … svo ég bara varð). Þegar upp var komið og inn í hitann þá fann ég endurhleðslu líkamans fara á fullt og trúði þá á það sem svo margir segja, að þetta sér best í heimi. Þetta eru að sjálfsögðu engin vísindaleg skrif hjá mér – en ef ég fæ svona tilfinningu þá er það nóg og það virkar fyrir mig.

When in Oslo  … þá mæli ég með KOK – sjósund og gufa með Óperu húsið sem útsýni.
.. og auðvitað bara almennt þar sem það er í boði. Hvar er besta aðstaðan á Íslandi?

Ég fékk nýlega að heyra að þetta væri í boði hér í Esbjerg, gallinn hér er þó að sjórinn er mjög grunnur langa leið og því þarf maður að ganga mjög langt í kuldanum áður en hægt er að taka dýfu. Ég er mjög svartsýn á að það henti skræfunni mér, held ég verði að geta hoppað útí en aldrei að segja aldrei.

Eyrnalokkar: H&M, Bikini: Acne, Sólgleraugu: Celine

Splass ..

Góða helgi … sjósund á planinu? Aldrei að vita!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

STUDIO SS20: MITT UPPÁHALD

Skrifa Innlegg