fbpx

STUDIO SS20: MITT UPPÁHALD

H&MSAMSTARFSHOP

Ég er svo stolt af hlutverki mínu sem svokallaður STUDIO ambassador hjá H&M á Íslandi. Það felur í sér að ég hjálpa til við að kynna línurnar með versluninni. STUDIO kemur út tvisvar á ári (FW & SS) og ég hef keypt þessa línu í mörg mörg ár, löngu áður en ég samþykkti samstarf við sænska móðurskipið. Línan hentar mínum stíl mjög vel og því hikaði ég ekki eina sekúndu við að taka verkefnið að mér á sínum tíma.

Línan kemur í mjög takmörkuðu upplagi og hér á meginlandinu bíða margir á “refresh” við tölvuskjáinn til að ná vöru þegar þær detta í sölu. STUDIO línan er mesta “fashion” línan frá H&M og er sérstak teymi sem vinnur með línuna sem endurspeglar trend og strauma sem H&M stendur fyrir á hverju tímabili. STUDIO flík er því kannski ekki þessi hefðbundna H&M flík ef svo má að orði komast. Ég hef tvívegis staðið vaktina í Smáralind þegar línan mætir í hús og það er svo gaman að sjá að sömu andlitin mæta með bros á vör í hvert sinn. Það er viss hópur sem virðist finna sig í línunni og sífellt fleiri að bætast við – enda hágæða tíska á mjög sanngjörnu verði.

 

Áður en ég held lengra þá langar mig að koma því að í nokkrum orðum hvað heilindi í samskiptum skipta mig miklu máli í svona samstörfum og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er svo þakklát fyrir Susann og Önnu Margréti og allt fólkið sem ég hef kynnst síðustu ár í samstarfi mínu við H&M – heiðarlegt og jákvætt fólk með gott hjartalag. Takk fyrir mig!

Anna Margrét, Susann, Kolla ..

Þessir vitleysingar, aldrei dauð  stund ..

 

 

STUDIO SS20

Mantra SS20 línunnar er frelsi. Innblásturinn kemur frá Gotlandi sem er sænsk sjarmerandi eyja sem er til dæmis þekkt fyrir brimbretta menningu en líka fyrir góðar gönguleiðir og fallegt landslag. Línan er bæði grófgerð og elegant, náttúruleg efni í bland við sérstæð hráefni líkt og glansandi metal og nútímalega aukahluti.
Lykilflíkurnar eru rafbleikur endurunninn pólýester kjóll, stuttur kalksteinslitaður hörjakki, víðar buxur, heklaðar peysur ásamt grófum leður öklastígvélum. Litapallettan samanstendur af skærbleikum, skærgrænum, dökkbláum og kremuðum tónum. Sjón er sögu ríkari en línan fer í sölu í H&M Smáralind klukkan 11:00 í fyrramálið, 20.febrúar.

Það var Alvin Santos sem tók þessar myndir af mér í mínum uppáhalds STUDIO flíkum í höfuðstöðvum H&M í Noregi

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ENGINN MASKARI Í JANÚAR

Skrifa Innlegg