fbpx

ENGINN MASKARI Í JANÚAR

BEAUTYLÍFIÐ

Það virðist vera frétt út af fyrir sig þegar konur nota ekki maskara dags daglega. Undirrituð hefur unnið með það lúkk lengi og kann vel að meta. Þó ég sé mjög oft án maskara (eiginlega alla virka daga, allt árið um kring) þá ákvað ég viljandi að sleppa því alveg í janúar og ég setti svo í fyrsta sinn maskara á augnhárin þegar ég tók þátt í myndatöku núna fyrir helgi, þá kominn febrúar. Mér fannst ég reyndar voða skvís og alveg sérstaklega þar sem ég hafði svelt mig af maskara svo lengi … hin svokallaða maskara fasta :)
Mig langar alveg endilega að mæla með því við ykkur að prufa, ef þið eruð vön að nota maskara alla daga –

2020 myndir, flestar teknar í janúar og margar hafið þið séð áður ..

Með vs. Án maskara – bæði betra:

Án maskara ..

Með maskara ..

Ég fékk maskarann sem ég nota hér að ofan í  jólagjöf frá Chanel – tók hann úr kassanum við þetta tilefni.
Hlakka mjög til að sýna ykkur myndirnar sem koma úr þessari töku, vei!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: BEIGE FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg