fbpx

DRESS: BEIGE FRÁ TOPPI TIL TÁAR

DRESSSAMSTARF

Ég fékk mjög mikil viðbrögð við einföldu dressi sem ég klæddist í Osló í gær. Beige var það frá toppi til táar og þessi vorfílingur á Instagram fékk að fylgja .. það er alltaf sól þegar ég heimsæki þessar svalir!

Eins og þið vitið þá finnst mér við hæfi að klæðast í takt við verkefni hverju sinni. Ég valdi því að vera í öllu frá H&M á viðburði á þeirra vegum.

Þessar flíkur eru til í búðum nú þegar, en ég var samt sem áður að virða fyrir mér STUDIO línu verslunarinnar sem fer í sölu 20.febrúar, meira um það síðar.

Fylgdist þú með á Instagram story?

Örlítið þreytt kona á þessum myndum? Ég hef sofið lítið þessa vikuna en ætla að bæta úr því um helgina ..

Pleður skyrta: H&M, Toppur: H&M Trend, Buxur: H&M  Trend, Skór: Loewe

Ég mæli ekkert endilega með því að þið leikið lúkkið eftir akkurat í dag, bið ykkur heldur að grafa upp ullarsokka, kveikja á kertum, setja hárið upp í heimasnúð og njóta þess að eiga notalegar stundir í óveðrinu – æ það getur sko alveg verið notalegt!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BAUM UND PFERGARDEN NÆSTA HAUST

Skrifa Innlegg