fbpx

TRENDNÝTT

H&M KYNNIR STUDIO SS20 LÍNUNA Í BEVERLY HILLS

KYNNING

Í fallegu húsi í Beverly Hills með útsýni yfir Los Angeles borg og út á haf frumsýndi H&M nýju Studio SS20 línuna sem er hönnuð með frjálslegu nútímakonuna í huga. Fötin skörtuðu sínu fegursta í fallegu umhverfi þar sem lýsingin í kringum húsið endurspeglaði litapallettu línunnar. Boðsgestir íklædd fötum út línunni, þar á meðal Jourdan Dunn, Paloma Elsesser, Billie Lourd og Selah Marley, skoðuðu nýju línuna á meðan loftfimleikafólk lék listir sínar og Lykke Li lék undir ljúfa tóna. H&M Studio SS20 línan verður fáanleg í Smáralind frá 20. febrúar.

“Mantra SS20 línunnar er frelsi en línan er stútfull af lausnum fyrir konuna sem stundar brimbretti, klifur eða göngur. Línan er bæði grófgerð og elegant, náttúruleg efni í bland við sérstæð hráefni líkt og glansandi metal og nútímalegir aukahlutir. Viðskiptavinum okkar er frjálst að para saman Studio flíkunum á alla vegu og þannig gera línuna að sinni eigin” segir Ann-Sofie Johansson, listrænn ráðgjafi hjá H&M.

Eftir innblástur frá rannsóknarleiðangri til sænsku eyjunnnar Gotlands varð hin afslappaða brimbrettastelpa fyrirmynd SS20 línunnar. Lykilflíkurnar eru rafbleikur endurunninn pólýester kjóll, stuttur kalksteinslitaður hörjakki, víðar buxur, hekluð peysa ásamt grófum leður öklastígvélum. Litapallettan samanstendur af skærbleikum, skærgrænum, dökkbláum og kremuðum tónum.

Um H&M Studio

H&M Studio er sérhönnuð lína frá H&M sem kynnir komandi strauma og stefnur tískunnar. Línan kemur í takmörkuðu upplagi í útvaldar verslanir tvisvar á ári og er hönnuð af sérstöku Studio hönnunarteymi í Stokkhólmi.

// TRENDNET 

ÁSTIN ER Í LOFTINU HJÁ OMNOM

Skrifa Innlegg