fbpx

TRENDNÝTT

ÁSTIN ER Í LOFTINU HJÁ OMNOM

KYNNING

Febrúar er mánuður ástarinnar og að því tilefni viljum við minna á mikilvæga daga sem eru framundan…

Valentínusardagurinn – 13.febrúar
Konudagurinn – 23.febrúar

Fagnar þú dögum ástarinnar? Trendnet mælir með því, þó það sé ekki nema bara til að gera sér glaðan dag … og kannski til að borða smá súkkulaði.

Íslenska súkkulaðigerðin Omnom heldur áfram að gleðja okkur með fallegum vörum, en sú nýjasta er tileinkuð ástinni. Tvö súkkulaði svo ólík að í fyrstu virðist ekkert sameina þau. Eitt salt og eitt súrt. Tveir andstæðir pólar sem ná fullkomnlega saman, rétt eins litbrigði ástarinnar. Kynnumst þeim betur með umsögn frá sérfræðingunum –

Sea Salted Toffee

Við elskum karamellusúkkulaði en að búa til hina fullkomu karamellu getur verið snúið. Við höfum leikið okkur með þessa uppskrift í langan tíma. Til að ná fram karamellubragðinu bökuðum við mjólkina í sólarhring eða þar til að hún tók á sig rjómakenndan karamellukeim sem minnir einna helst á Dulce de leche. Því næst stráðum við yfir súkkulaðið sjávarsalti frá Saltverk til þess að fullkomna bragðið sem við leituðum að. Útkoman er þessi karamellukenndi draumur, Sea Salted Toffee.

Lakkrís + Raspberry

Innblásturinn fyrir þetta sérstaka súkkulaði er ekki sóttur úr íslenskri náttúru eða úr framandi hráefnum, heldur af nammibarnum. En það er eitthvað algjörlega einstakt við þessa súru, söltu og sætu blöndu sem er með öllu leyti ómótstæðileg. Við möluðum lakkrísrót og þurrkuð hindber sem við síðan blönduðum saman við lífrænt kakósmjör og úr varð þessi magnaða blanda. Að lokum stráðum við extra mikið af hindberjum yfir til að fanga lakkrís de résistance!. Þetta er Lakkrís + Raspberry.

Ástarlínan er seld í stökum stykkjum og er einnig fáanleg í glæsilegri gjafaöskju og er því tilvalin gjöf fyrir uppáhalds manneskjuna þína. Hægt er að kaupa gjafaöskjuna í verslun Omnom út á Granda frá og með 10.febrúar, eða HÉR

Ástin er í loftinu og umlykur allt. Njótum!

 //
TRENDNET

BRAVÓ HILDUR GUÐNA

Skrifa Innlegg