fbpx

TRENDNÝTT

BRAVÓ HILDUR GUÐNA

FÓLK

Bravó fyrir Hildi Guðnadóttur sem í nótt vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrst Íslendinga til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun í Hollywood. Íslendingar  grétu saman yfir  skjánum þegar gestir stóðu upp úr sætum sínum og klöppuðu ákaft fyrir henni. Hún varð alveg meir fyrir vikið og byrjaði á að þakka fyrir sig – akademíunni, leikstjóra Joker, Todd Philips og fjölskyldunni sinni, en eiginmaður hennar, móðir og sonur mættu með henni á rauða dregilinn fyrr um kvöldið.

„Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur.

 

Það vakti eftirtekt hvaða mikilvægu orð hún lét falla þegar hún tók við styttunni en hún tileinkaði hana konum:

“To the girls, to the women, to the mothers, to the daughters, who hear the music bubbling within, please speak up. We need to hear your voices,” 

Hildur var fjórða konan sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar frá upphafi og fyrsta konan sem vinnur frá því að flokkurinn var sameinaður öðrum árið 2000 – það var  því við hæfi að hún hækki róminn með þessum mikilvægu orðum á þessum tímapunkti.

Áfram Hildur! Og Áfram Ísland!

//
TRENDNET

SÝNISHORNARSALA AS WE GROW

Skrifa Innlegg