fbpx

TRENDNÝTT

SÝNISHORNARSALA AS WE GROW

KYNNING

Íslenska barnafatamerki As We Grow stendur fyrir sýnishornarsölu sem Trendnet vill ekki missa af!

Um er að ræða sölu á sýnishornum og nokkrum einstökum gersemum á mjög góðu verði.

Peysur, kjólar & kápur frá 5000kr –
Skyrtur & buxur frá 3.500kr – 

AS WE GROW er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem starfar eftir hugmyndafræði „slow fashion“. Vörur merkisins eru ekki fjöldaframleiddar og eingöngu vistvæn hráefni eru notuð í framleiðslu hverrar flíkur. Vörurnar eru einfaldar að hönnun og gerðar af miklum gæðum og skapaðar til þess að vaxa með barninu.

Fyrir framlag sitt til náttúruverndar var AS WE GROW veitt Hin Íslensku Hönnunarverðlaun en þau eru virtustu verðlaunin á sviði íslenskrar hönnunar.

 

HVAR: As We Grow, Garðastræti 2
HVENÆR: 8. febrúar
KLUKKAN HVAÐ: 12:00 – 16:00
MEIRA: HÉR

Heitt verður á könnunni í boði Sjöstrand og dýrindis bakkelsi á boðstólnum frá Brauð og Co. Sjáumst þar!

//
TRENDNET

Ný og endurbætt útgáfa á augnmaska BIOEFFECT

Skrifa Innlegg