fbpx

TRENDNÝTT

Ný og endurbætt útgáfa á augnmaska BIOEFFECT

KYNNING

BIOEFFECT hefur nú endurbætt augnmaskann BIOEFFECT EGF Eye Mask Treatment en hann dregur úr hrukkum og fínum línum, gefu húðinni stinnara yfirbragð og aukinn ljóma auk þess að draga úr þrota og þreytumerkjum. Varan inniheldur bæði EGF Eye Concentrate og Imprinting Eye Masks.„BIOEFFECT EGF Eye Concentrate er sama góða formúlan og í BIOEFFECT EGF Eye Serum en með enn meiri EGF-styrk til að tryggja hámarksárangur. Við höfum endurhannað og endurbætt BIOEFFECT Imprinting Eye Masks sem eru nú gerðir úr sama hágæða efni og BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask sem kom út síðasta haust. Í nýjum pakkningum ákváðum við að hafa átta maskapör í stað sex“ segir Dr. Björn Örvar einn stofnenda ORF Líftækni og visindamaðurinn á bak við húðvörumerkið.

„EGF (Epidermal Growth Factor) er prótín í húð okkar sem hvetur til að aukinnar framleiðslu kollagens og elastíns. EGF þrífst best í röku umhverfi þannig að þeim mun lengur sem yfirborð húðarinnar helst rakt, því meiri verða áhrif þess. BIOEFFECT Imprinting Eye Masks mynda fullkominn rakahjúp yfir BIOEFFECT Eye Concentrate og hámarkar þannig áhrif þess“ segir Dr. Björn Örvar.

Endurbætti augnmaskinn, BIOEFFECT EGF Eye Mask Treatment, er nú þegar fáanlegur á sölustöðum BIOEFFECT hér á landi.

//
TRENDNET

Undirföt fyrir konur eins og mig og þig

Skrifa Innlegg