fbpx

NÆS NÆTUR DÚÓ – húðvörur sem læknar mæla með

BEAUTYLÍFIÐSAMSTARF
Samstarf: La Roche Posay

Ég finn að húðin mín þarf enn frekari næringu nú þegar kólnar á klakanum. Mig langar að kynna ykkur fyrir dásamlegu frönsku nætur dúói sem hentar mér vel og gæti líklega gert fleira fólki gott. Ég er á fjórða glasi af þessu ágæta næturkremi frá La Roche Posay þegar þetta er skrifað og því löngu tímabært að mæla með því sem gott er.

Græjað mig fyrir svefn, hrein húð eftir sturtu og svo þetta dúó –

Ég kynntist La Roche Posay þegar ég bjó í Frakklandi en hef fengið að kynnast fleiri vörum frá merkinu síðan það fór loks í sölu hérlendis fyrir rúmu ári síðan. Merkið hefur það að meginmarkmiði að bjóða viðkvæmri húð uppá betra líf. Allar vörurnar eru þróaðar, prófaðar og fá meðmæli húðlækna um allan heim og vörumerkið er mest selda „dermocosmetics“ vörumerki í heiminum. La Roche-Posay húðvörurnar byggja á lindarvatninu frá La Roche-Posay sem er staðsett í litlum bæ með sama nafn og vörurnar í Frakklandi. Getum við kannski kíkt þangað í heimsókn?

Margir eru hræddir við að prufa nýjungar en þið verðið ekki svikin, ákveðið þið að testa td þetta dásamlega næturdúó. Sólavarnirnar eru líka ómissandi partur af minni húðrútínu. Verið óhrædd við að pufa, sérstaklega ef þið glímið við einhverskonar vandamál / þurrk, exem eða annað slíkt.

Mér finnst LRP passa frábærlega á móti öðrum húðvörum sem ég vel að nota en þar vel ég alltaf hreinar blöndur með fáum innihaldsefnum.

LESTU LÍKA: MORNING BLISS

Hreina góða húðvara ..

Eins og erlendis þá fæst La Roche-Posay eingöngu í apótekum, enda háþróaðar húðvörur sem læknar mæla með –
Næturkrem: HÉR

Augnkrem sem er sérstaklega hannað fyrir viðkvæma húð sem finnur fyrir einkennum ofnæmis á húðinni. Augnkremið er prófað á ofnæmishúð undir eftirliti húðsjúkdóma- og ofnæmislækna. 

LESIÐ LÍKA: La Roche-Posay bauð til fræðslufundar: Vitamin C10 er rós í hnappagatið

Ískaldi fallegi dagur endar hér – Bonne nuit.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

3 x DRESS frá síðustu dögum

Skrifa Innlegg