fbpx

TRENDNÝTT

La Roche-Posay bauð til fræðslufundar: Vitamin C10 er rós í hnappagatið

FÓLKKYNNING
Ljósmyndir : Aldís Pálsdóttir

Franska húðvörumerkið La Roche-Posay stóð fyrir hádegisverði og fræðslu fyrir boðsgesti nú á dögunum. Merkið hefur verið fáanlegt á Íslandi í rúmt ár og kynnir þessa dagana nýtt Vitamin C10 serum, sem er rós í hnappagat á því úrvali sem nú þegar er fáanlegt. Eins og erlendis þá fæst La Roche-Posay eingöngu í apótekum, enda háþróaðar húðvörur sem læknar mæla með –

 

La Roche-Posay fæst í Lyf og Heilsu, Apótekaranum, Lyfju, Reykjavíkurapóteki, Apóteki Vesturlands og Lyfsalanum.

Vörumerkið var stofnað árið 1928 og hefur það að meginmarkmiði að bjóða viðkvæmri húð uppá betra líf. Allar vörurnar eru þróaðar, prófaðar og fá meðmæli húðlækna um allan heim og vörumerkið er mest selda „dermocosmetics“ vörumerki í heiminum. La Roche-Posay húðvörurnar byggja á lindarvatninu frá La Roche-Posay sem er staðsett í litlum bæ með sama nafn og vörurnar í Frakklandi. Formúlur húðvaranna eru settar saman með það til hliðsjónar að skapa vörur sem virka, vörur sem veita húðinni notalega tilfinningu og fara vel með viðkvæma húð.

,,Hjá merkinu fókuserum við á að leysa vandamál, styrkja húðina og styðja við bata þegar kemur að t.d. húðvandamálum eða sjúkdómum. Við erum m.a. með vörur fyrir fólk með ofnæmi, exem, acne, rósroða og svo bjóðum við uppá breytt úrval af sólarvörnum”,
segir Erna Hrund Hermannsdóttir vörumerkjastjóri LRP.

LESIÐ LÍKA: MORNING BLISS

Vitamin C10 serum er nýjasta varan frá merkinu ..

Vitamin C10 serum:

Nýjasta varan, Vitamin C10 serum, inniheldur 10% af hreinu C vítamíni. C vítamín er eitt af þeim innihaldsefnum sem hefur breiða nýtingu, gott er að nota það í serum formi þar sem öflug virkni er í vörunni sem fer mjög djúpt inní húðina og stuðlar að aukinni collagen framleiðslu húðarinnar. C vítamínið færir húðinni auk þess meiri ljóma, gefur henni raka og jafnar litarhaft og tón húðarinnar með því að leysa upp sindurefni (eiturefni) sem leika frjálslega um húðina okkar. Mælt er til þess að nota C vítamín vörur á morgnanna til að fá sem mesta virkni úr efninu. Seurmið frá La Roche-Posay hentar öllum húðgerðum.

Hyalu B5 serum:

Mest selda serumið frá La Roche-Posay á Íslandi. Stútfullt af hýalúron sýru sem er rakamikið fyllingarefni sem finnst í húðinni okkar. Með aldrinum hægjum við á framleiðslu á þessu efni og þess vegna t.d. missum við þéttleikann. Í seruminu eru tvær stærðir af hýalúron sýrunni, smá stærð sem fer djúpt inní húðina og fyllir hana innanfrá og stærri agnir sem vinna á yfirborðinu og gefa húðinni fallegri áferð. Serumið er frábær leið til að efla rakastig húðarinnar en útaf þessum fyllingar eiginleikum er það öflug vara til að draga úr einkennum öldrunar í húðinni því það fyllir húðina innan frá og þess vegna mótar síður fyrir hrukkum og fínum línum. Varan inniheldur einnig B5 vítamín sem styrkir húðina og hjálpar henni að gera við sig.

Psst: La Roche-Posay bíður þessa dagana upp á 15% afslátt af serum á öllum sölustöðum sínum út 17.október. Tilvalið tækifæri til að gera góð kaup á þessu frábæra merki. Við mælum með B5 Serumi á meðan við erum einnig spennt að testa C10 Serumið.

La Roche-Posay á Instagram

//
TRENDNET

73 spurningar með Kylie Jenner og VOGUE

Skrifa Innlegg