fbpx

HOLLT DÖÐLUNAMMI „VIRAL DATE BARK“

EFTIRRÉTTIR & KÖKURGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Upp á síðkastið hef ég verið mjög spennt fyrir þessu döðlunammi sem hefur farið „viral“ á samfélagsmiðlunum. Ég varð að prófa að útbúa þetta sjálf og að sjálfsögðu notaði ég uppáhalds Whole Earth hnetusmjörið í samstarfið við Heilsu. Að auki notaði ég ferskar döðlur, 70% súkkulaði og saltaðar pistasíur. Pistasíurnar setja punktinn yfir-ið. Svo einfalt, gott og geggjað að eiga til í frystinum ef mann langar í eitthvað sætt! Ef þið hafið ekki smakkað þá mæli ég með. 

30 ferskar döðlur
Whole  Earth hnetusmjör í túpu eftir smekk
100 g 70% súkkulaði
½ dl pistasíur, gróft skornar

Aðferð

  1. Byrjið á því að taka steinana úr döðlunum.
  2. Setjið bökunarpappír í bökunarform sem má fara í frystinn, dreifið döðlunum og þjappið þeim saman með glasi eða notið hendurnar þannig að þær mynda botn.
  3. Hristið hnetusmjörið vel og sprautið yfir döðlurnar eftir smekk. Dreifið úr því með skeið.
  4. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, dreifið yfir hnetusmjörið og stráið pistasíum yfir. 
  5. Setjið í frysti í klst, skerið í bita og njótið. Geymið svo bitana í frystinum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: SANGRÍA

Skrifa Innlegg