fbpx

HELGARKOKTEILLINN: SANGRÍA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Sangría er svo frískandi og gómsætur drykkur sem er tilvalinn til að bera fram í góðra vina hópi. Þótt sumarið sé búið þá má svo sannarlega njóta sangríu og skella í spænska veislu sem jafnvel inniheldur ljúffenga tapas rétti. Mjög einfalt að útbúa sangríu, eina sem þú þarft er stór kanna, hráefnið og sleif.

1 epli
1 lime
1/2 sítróna
1/2 appelsína
2 litlar nektarínur
60 ml sykursíróp
60-70 ml Cointreau
1 flaska Adobe Reserva Merlot rauðvíni
2 dl límónaði, Sprite eða 7 Up
Klakar

Aðferð

  1. Skerið alla ávextina í bita/sneiðar og setjið í stóra könnu.
  2. Hellið sykursírópi, Cointreau og rauðvíni í könnuna og hrærið vel saman með sleif.
  3. Því næst hellið límónaði út í og kælið í 30-60 mínútur eða jafnvel lengur.
  4. Bætið klökum saman við og njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott. 
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DAGLEGA VÍTAMÍN RÚTÍNAN MÍN: GULI MIÐINN

Skrifa Innlegg