fbpx

EXTRA STÖKKT TACO MEÐ KJÚKLINGABAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Aðeins of ljúffengt og stökkt tacos sem ég útbjó í samstarfi við Heilsu. Tacos með stökkum kjúklingabaunum, heimagerðu tómatsalsa, cheddar osti, salati, guacamole og fetaosti. Algjört nammi!   Það er eitthvað svo extra gott að setja harðar tacoskeljar inn í mjúklar tortillur með sýrðum rjóma og ost á milli. Mæli með að útbúa ofnbakað heimagert tómatsalsa sem tekur enga stund að útbúa og alveg þess virði. Ég notaði Biona kjúklingabaunir sem eru lífrænt ræktaðar og mjög góðar. Þið verðið bara að prófa! 

Fyrir fjóra
1 Biona organic chickpeas
Krydd: ¼ tsk reykt paprika, ¼ tsk chili, ¼ tsk pipar, ¼ tsk hvítlauksduft
¼ tsk laukduft ½ tsk cumin ½ tsk engifer krydd ½ tsk salt (eða annað krydd sem þið viljið)
1-2 msk ólfíuolía

Litlar mjúkar tortillur
Litlar harðar taco skeljar
Sýrður rjómi
Rifinn cheddar ostur

Tómatsalsa
4 tómatar
1/2 rauðlaukur
1 msk ólífuolía
Salt & pipar eftir smekk
1/2 tsk hvítlauksduft

Ferskt guacamole
Salat, ég notaði romain
Fetaostur (má sleppa)
Kóríander (má sleppa)

Aðferð

  1. Blandið saman kjúklingabaunum, kryddi og ólífuolíu. Dreifið á bökunarplötu þaktri bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 180°C.
  2. Smátt skerið tómata og rauðlauk. Blandið saman við ólífuolíu, salt, pipar og hvítlauksduft. Dreifið í lítið eldfast form og bakið í 20 mínútur. Takið úr ofninum hrærið vel saman.
  3. Smyrjið mjúku tortillurnar með sýrðum rjóma og dreyfið rifnum cheddar osti eftir smekk. Leggjið hörðu taco skeljarnar í miðjuna á tortillunni og bakið í 7-8 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
  4. Þrýstið tortillunum utan um taco skeljarnar á meðan osturinn er ennþá heitur.
  5. Skerið romain salatið í strimla.
  6. Dreifið guacamole, salati, tómatsalsa, kjúklingabaununum, fetaosti og kóríander í taco skeljarnar eftir smekk. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPÁHALDS OVERNIGHT GRAUTAR

Skrifa Innlegg