fbpx

SUMARGLEÐI OG KAFFIKOKTEILAR Í HAF

SAMSTARFWORK

Eins og flestir mínir lesendur vita þá er Sjöstrand uppáhalds kaffið mitt – ég er auðvitað ekki hlutlaus en myndi þó aldrei mæla með án þess að meina það. Því má ég til með að deila með ykkur fréttum af nýju kaffi frá Sjöstrand. Ég hef fengið ófá skilaboðin þar sem fólk er að miður sín yfir kaffileysi í búðunum og loksins getum við fyllt á allar hillurnar aftur.

Að þessu tilefni ætlar Sjöstrand að blása til after-work sumargleði í HAF STORE. Nýju hylkin skilja eftir sig jákvæð umhverfispor, sem þýðir að kolefnisfótsporið er bætt að fullu, frá baun í bolla og rúmlega það. Það má því segja að hver kaffibolli bæti umhverfið ☕♻

Snillingarnir í Klakavinnslan ætla að hrista kaffikokteila ofaní gesti undir ljúfum tónum og léttu snarli frá OLIFA og Omnom. Þar verður í boði Sjöstrand Espresso Martini sem hefur slegið í gegn og einnig verður boðið uppá Sjöstrand Gin&Tonik og Sjöstrand kaffi Tonik. Að sjálfsögðu verður síðan ljúffengur espresso í boði fyrir kaffiþyrsta.
Fyrstu 50 gestirnir fá girnilega gjafapoka sem innihalda m.a. Sjöstrand kaffi í nýjum hylkjum og tegundum, glaðning frá Angan, súkkulaði frá Omnom og 5 heppnir gjafabréf upp á fallegan helgarblómvönd frá Haf Store. Þá verður happadrætti með veglegum vinningum – tilboð á kaffi og fleira og fleira!

Meira um viðburðinn – HÉR.

Oooog mikilvægast af öllu – nýja kaffið verður á boðstólnum og til sölu. Fjórar nýjar bragðtegundir og spennandi nýjung og eitthvað sem margir hafa spurt um – Sjöstrand Decaf.

Komið og njótið með okkur!

xx, EG

COS OPNUNARHÓF

Skrifa Innlegg