fbpx

EINSTAKT HEIMA HJÁ HAF HJÓNUNUM Á SÓLVALLAGÖTU

HeimiliÍslensk heimili

Það kemur líklega engum á óvart að það sé einstaklega fallegt heima hjá hönnunarhjónunum þeim Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem standa á bakvið hönnunarstofuna HAF Studio og hönnunarverslunina HAF Store. Núna er komið að því að þau selja heimili sitt á Sólvallagötu og það er eflaust eftir að vera keppst um þessa draumaíbúð enda hjónin fagurkerar fram í fingurgóma.

Kíkjum í heimsókn –

Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson

“Stofan, borðstofan og eldhúsið eru samliggjandi. Eldhúsinnrétting er ný úr Ikea með HAF FRONT eikar framhliðum. Gaseldavél og ofn frá SMEG. Vaskur í eldhúsi er úr steinplasti og blöndunartæki úr burstuðu stáli. Borðplata í eldhúsinnréttingu er úr Carrara marmara. Mjög falleg vængjahurð með gleri í er á milli stofu og borðstofu.”

“Parket á gólfum er gegnheil hvítolíuborin fura sem er niðurlímd á hljóðeinangrandi dúk.”

“Baðherbergið er flísalagt og með gegnheilum Terrazzo flísum frá Parka.”

Myndir : Gunnar Sverrisson

Dásamlega fallegt heimili, hér er án efa gott að búa. Fyrir frekari upplýsingar varðandi þessa eign smellið þá á þennan link hér –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGAR MYNDIR Á VEGGINN FRÁ PAPER COLLECTIVE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1