fbpx

TRENDNÝTT

HAF HÖNNUÐU GLÆSILEGA LAUGAR SPA VERSLUN Í KRINGLUNNI

FÓLKKYNNING

Fyrsta verslun Laugar Spa Organic Skincare hefur nú opnað dyrnar, vá (!) við erum hrifin. Það eru kláru og smekklegu HAF hjónin sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur á besta stað í Kringlunni, við hlið World Class þegar gengið er inní gömlu Borgar-Kringluna.


Hvaðan kemur innblásturinn við hönnun verslunarinnar?

,,Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París. Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.”
Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, ætlaðar báðum kynjum. Vörurnar eru að mestu unnar úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og eru handunnar frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.
Psst. Öll vörulínan er á 20% afslætti fyrstu opnunarvikuna, 19.-26.apríl – ekki missa af því ..
 
Við mælum með heimsókn í verslun, sjón er sögu ríkari.


//TRENDNET

HÁDEGISHLÉ Á FISKMARKAÐNUM

Skrifa Innlegg